Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1940, Side 12

Sameiningin - 01.05.1940, Side 12
74 og ot't hefir verið bent á, stafa einkum af flughernaðinum, sem af úthugsun og kostgæfni leggur landið í eyði. Á með- an Kínverjinn verður ekki fyrir flugárásum, þá er honum lítið um landvörn gefið. Honum nægir þá að vinna sín störf á sinn hátt, í friði. En komi svo sprengiförin og eyði fyrir honum kotið, eða nábúum hans, þá verður hann ákveð- inn og ötull óvinur Japana. í borginni Wanshun sá eg matsölumann standa hjá búð sinni, steyta hnefann móti himni og sverja það fyrir hrifnum áhorfendum, að hann hefði glaður þegið sprengikúlu í höfuðið, rétt til að geta valdið Japönum svo mikils kostnaðar fyrir ekki neitt. Og þó er þetta alls eina skiftið, síðan eg kom til Kína, að eg hefi heyrt orði hallað á Japansmenn í daglegu tali-” “Eins má það líklega virðast í fljótu bragði, að grann- vaxinn og ilskóaður Kína-dátinn hati japanskan mótstöðu- mann sinn með allri þeirri heift, sem hjá honum kemst fyrir i þrengslunum innan rit'ja. Það er alkunnugt, að hvorugur herinn tekur margt af óvinum til fanga — þeir eru heldur drepnir. Og sennilega kemur þar til sögunnar haturskolablásturinn gamli; hann þykir nauðsynlegur til að koma hermönnunum í vígahug. En svo er líka eitthvað annað í hugum Kínverja, sem ætti alls ekki að vera þar, eftir hernaðarreglum vorra tírna.” Þessi undirtónn, segir höf., er umburðarlyndi einskonar, hálf-kynlegur heimalningur hjá þjóð, sem er í óvinahönd- um. Um eitt kemur öllum Kínverjum saman: Við japanska þjóð eiga þeir ekki sökótt; hún er bundin í báða skó. Ekki heldur við hermennina, þeir eru undir heraganum og verða að berjast. Japanar eru friðsamir, góðviljaðir; beztu ná- grannar, þegar þeir njóta sín. “Það eru hervöldin ein, Víga-Hrappariiir, sem við Hötum og viljum koma fyrir ætternisstapa. Allar ófarirnar eru þeim að kenna.” Höf- undurinn fullyrðir að hæði Ameríkumenn og Englendingar, heima hjá sér, séu strangari í dómum um Japana, heldur en Kínverjar eru. “í Kína hefi eg heyrt unga hermenn, flótta- lýð, bændafólk, verzlunarmenn, námsfólk, hershöfðingja, fara bókstaflega þessum orðum um óvinina. Eg hefi lesið þau orð í boðskap stjórnarinnar; heyrt þau töluð á ræðu- pöllum og kend í skólum. Þau virðast gjöra sanna grein fyrir skoðun þjóðarinnar á þessum efnum.” Fjöldi af Japönum eru búsettir í Kína. Þeir eru vin- veittir Kínverjum og hryggjast sárlega yfir aðförum landa sinna. gumir þeirra eru læknar eða lögmenn; aðrir stunda

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.