Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1942, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1942, Blaðsíða 4
130 mannlífsins. Mér finst að eitthvað mjög skorti á næmleik hjá börnum þjóðarinnar ef viðhorfið alt í náttúrunni, þjóð- lífi og sögu, örfar ekki neitt blóðrásina eða brýnir hugann til metnaðar, framsóknar og trygðar við það fegursta og bezta er land og þjóð táknar. Slíkt víðfeðmi heillar án þess að maður þurfi að vera blindur fyrir því að ekki er alt að óskum, þó hátt sé undir himin möguleika og hugsjóna. Kirkjan í samiíðinni Eitthvað af þessu var í huga mínum er eg enn á ný lagði upp í langferð frá Kyrrahafsströndinni austur, í þetta sinn til Luiisville í Kentucky ríki, laust fyrir miðjan októ- ber, til að sækja þing hinnar miklu Sameinuðu lúterskv kirkju (U.L.C.A.). Miklu af ferðinni er eg orðinn þaulvanur, en í þetta sinn var nýtt takmark í ríki, sem eg aldrei áðui hafði heimsótt. Og ríkið var sjálft Kentucky, fæðingar- staður Lincolns, að flestra áliti hins göfugasta og mesta manns, sem Ameríka hefir alið. Þetta örfaði eftirvæntingu og gerði ferðina að meira æfintýri en annars hefði verið. Það var heillandi umgjörð fyrir nýjan þátt kirkjusögunnar, sem framundan var. Eins og aukin kynning við land og þjóð hefir örfandi áhrif á þá, sem ekki eru dauðir úr öllum æðum, eins ætti það að vera að fá aukna sjón á lífi og' starfi kir^junnar. Eg er enganveginn blindur fyrir því, að kirkjan er ekki fullkomin, en þrátt fyrir allar auðnir og öræfi í lífi hennar er mér gleði að geta sagt að því meira sem eg kynnist og fæ heildarsjón á lífi hennar, því meir örfar það hjá mér lotningu fyrir hugsjónum hennar og samhygð með viðleitni hennar að efla Guðs ríki á þessari jörð. Það er auðveld dægradvöl úr athafnalitlum sessi að fella þunga og skilningssnauða dóma yfir kirkjunni og ófullkomleikum hennar, en hitt er þarfara að koma auga á hvernig forsjónin notar þessa stofnun til að hefja og hrinda áleiðis því, sem mannkynið má sízt án vera. Þegar heim- urinn er allur í brotum og hver höndin upp á móti annari, er boðskapur kirkjunnar um einn Guð og föður allra manna og bræðralag það er Kristur stofnsetti og ekki er bundið við þjóðerni eða hörundslit svo að segja hið eina, sem lýsir til betra dags þegar ógnunum er lokið. Jafnvel upp úr ófriðinum stendur greinilegur vottur þess að þessi boð- skapur er ekki fráskilinn veruleikanum, heldur hefir náð föstum tökum bæði hjá áhrifamönnum og lítilmótlegum hjá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.