Sameiningin - 01.11.1942, Síða 9
135
hann ætíð hlýtt í garð lúterskrar kirkju. Þá má nefna að
Henry Wallace vara-forseti Bandaríkjanna heimsótti og á-
varpaði þingið. Yék hann sérstaklega að dýrmæti trú-
boðsins. Wallace er alkunnur kristindómsvinur og kirkju-
legur áhugamaður. Á móti leikmannahreyginar (Laymen’s
Movement) eitt kvöld þingsins, flutti ríkisstjórinn í Tenn-
esee, Prentice Cooper, sem sjálfur er ræktarsamur meðlim-
ur lúterskrar kirkju, heilbrigt og hugðnæmt erindi um
kirkjuna á stríðstímum. Sama kvöldið flutti J. Myron
Shimer aðstoðar dómsmálastjóri Pennsylvania ríkis (Deputy
Attorney Genereal) mjög ákveðna hugvekju um kristilega
ráðsmensku. (Spiritual Implications of Stev/ardship). Það
er heilbrigt tákn tímanna þegar leiðtogar í veraldlegum
málum finna kvöð hjá sér að bera vitni áhrifum og gildi
kristindómsins með návist sinni og þátttöku í þingum
kirkjunnar. Á þessu þingi voru margir atkvæðamenn af
öllum stéttum —■ læknar, lögfræðingar, dómarar, fésýslu-
menn, iðnaðarhöldar, bændur og aðrir, sem á þessurn
erfiðu annatímum létu af venjulegu starfi á aðra viku, til
að fjalla um og sinna málefnum kirkjunnar. Það virðist
því greinilegt að þetta þing einnar stórdeildar mótmælenda
kirkjunnar — lúterska kirkjan er fjölmennust þeirra í
heimi — hefir verið talin merkisviðburður bæði af þeim er
tóku þátt í því og alment meðal þeirra er láta sig andleg'
mál skifta. Kirkjan á þann hlut að máli í því sem göfug-
ast er og mestu lofar í nútíðarlífi að engnin getur talist að
fylgjast með í menningu samtíðarinnar, sem ekki þekkir
til þess er kirkjan er að fást við og að sinna. Þaðan koma
skýrustu raddir og áhrif er boða nýjan himin og nýja jörð.
Muhlenberg og "Father" Heyer
Þetta þrettánda þing heildarinnar (U.L.C.A.) — en þau
eru haldin annaðhvort ár — var sérstakt í því tilliti að tvö
merkisafmæli í sögu amerískrar kristni, er tilheyra þessu
ári, settu mót sitt og blæ á stefnuna. Tvö hundruð ár eru
liðin síðan að presturinn Henry Melchior Muhlenberg steig
fæti á þetta meginland og gerðist merkasti frumherji lút-
ersku kirkjunnar í Ameríku. Hann og niðjar hans áttu
ríkan þátt í því að leggja grundvöll hins nýja þjóðlífs og
ákvarða stefnu þess. Sjálfur átti Muhlenberg brennandi
áhuga fyrir að útbreiða kirkjuna og einkunnarorð hans
Ecclesia Plantanda — kirkjan verður að gróðursetjast —