Sameiningin - 01.11.1942, Blaðsíða 12
138
svo að segja alla hugsanlega kristilega viðleitni, gerir það
erfitt að leggja fyrir fólk vort í stuttu máli greinargerð á
þörfunum. Það getur einungis fengist svo vel sé við að
fylgjast með málgögnum kirkjunnar, er nákvæmlega skýra
frá því sem við er verið að fást. Að þessu höfum vér lítið
meira en hugboð um hlutverkið. Aðalstörf heildarinnar
eru fólgin í að útbreiða og efla lifandi kristnihald með trú-
boði heima fyrir og út á við, með líknarstarfsemi í anda
Krists og heimfærslu kennnigar hans upp á ástæður nútím-
ans, og með kristilegri fræðslu og mentun heima fyrir í
söfnuðunum, við skóla kirkjunnar og hvar sem tækifæri
gefst. í þessu eru margir liðir, en alt á að miða að því
eina augnamiði að útþýða merkingu Krists og kenningar
hans fyrir gjörvalt mannlífið. Þessi viðleitni er aldrei full-
komin. Ekkert mannlegt nær því takmarki. Að hafna
að liðsinna verki kirkjunnar vegna þess, er að kjósa í stað-
inn algert athafnaleysi um lífsins mestu nauðsynjamál.
Guðs aðferð virðist að efla það fegursta og bezta með ó-
fullkominni en einlægri viðleitni barna sinna.
Það, sem einkum greip hugann
Ef eg ætti að víkja að þeim atriðum á starfsskrá þings-
ins, sem öðru fremur gripu huga minn, mundi eg nefna
(1) þau spor er þar voru tekin til einingar og aukinnar
samvinnu við aðrar deildir kirkjunnar; (2) þann áhuga fyrir
Lutheran World Action er kom fram; og (3) ráðstafanir til
þess að kirkjan geti sem bezt ynt af hendi hlutverk sitt í
erfiðum ástæðum samtíðarinnar, einkum með tilliti til
þarfa hermannanna og iðnaðar herleiðingar þeirrar, sem
nú sviftir fólki landshornanna á milli og skapar hin mestu
vandamál.
Einingarviðleitni
Eins og títt er á kirkjuþingum komu ýmsir gestir á
þingið í Louisville, til að flytja kveðjur og árnaðaróskir frá
öðrum deildum kirkjunnar. Oft virðist, ef til vill, að þetta
sé lítið annað en kurteisisvenja, sem lítil hugsun fylgi. í
þetta sinn fanst mér meiri þungi liggja í þessum kveðjum
en oft áður. Menn hinna ýmsu kirkjudeilda eru að átta sig
á því, að lífsnauðsyn er á því að þeir séu samtaka á þessum
alvarlegu tímum. Einingarandi er að ryðja sér til rúms.
Meiri samvinna og samdráttur er nú milli deilda kirkjunn-