Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1942, Page 13

Sameiningin - 01.11.1942, Page 13
139 ar en nokkru sinni áður. Aukheldur Missouri sýnódan átti vingjarnlegan talsmann á þinginu, Dr. Graebner, þó ekki hefði hann beint umboð kirkju sinnar. Maður frá þeim hafði ekki komið á þing U.L.C.A. áður eða þeirra deilda er það mynduðu síðan 1874. Dr. Walther kom þá á þing General Council. Umboðsmenn Augustana sýnódunnar sænsku, norsku kirkjunnar og American Luiheran Church, mæltu allir sama máli. Þeir voru allir ákveðnir talsmenn einingar. Dr. Bergendorf frá Rock Island, sem er fyrir Augustana College, er tígulegur á velli og í anda. Mælti hann máli Svía sköruglega og er óhræddur við nýjar leiðir. Dr. Martin Anderson frá Chicago var virðulegur umboðs- maður norsku kirkjunnar. Dr. Emanuel Poppen var tals- maður American Luiheran Church. Hann er forseti þeirr- ar deildar og veitir viturlega forystu. Þeir kváðu allir að einingar takmarki væri í raun réttri náð milli þessara deilda. U.L.C.A. væri elzt í landinu eða stofnfélög þess, og henni tilheyrandi forganga í að ákvarða frekar sameigin- lega stefnu lútersku kirkjunnar í amerísku lífi. American Lutheran Church hefir í liðinni tíð farið varlegast í eining- arátt, en tilkynti nú fult kristilegt bræðralag (Pulpit and altar fellowship) milli sín og U.L.C.A. Það, sem staðið hefir í vegi fullrar einingar með þessum deildum hefir verið ámóta veigamikið og það, sem borið var fram hjá oss í íslenzku kirkjufélaginu gegn því að ganga inn í U.L.C.A. Nýr dagur er upp runninn og nátttröll sundrungar er að daga uppi. Federal Council of Churches Annað einingarmál var á döfinni. Frá upphafi hefir U.L.C.A. átt meira samneyti og samvinnu með Federal Council of Churches en nokkur önnur lútersk kirkjudeild. Þetta Council er laust samband mótmælenda kirknanna, sem allar eiga jafnan aðgang að. I gegnum þetta samband getur kirkjan í ýmsum efnum beitt sér í einingu og með meira krafti. Engin tilraun er gerð að sveigja neinn frá sinni stefnu, heldur að efla samhygð og samvinnu um öll sameiginleg velferðamál kirknanna. Formlegt boð kom frá Federal Council of Churches til U.L.C.A. að gerast nú að fullu meðlimur í aðalheildinni í stað þeirrar takmörkuðu samvinnu er hefir átt sér stað (Consultative relationship). Stjórnarnefnd U.L.C.A. lagði til að fara meðalveg, auka samvinnuna að miklum mun, en þó ekki að gerast full-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.