Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1942, Síða 16

Sameiningin - 01.11.1942, Síða 16
142 Svona þing er dýrmætt tækifæri að kynnast mönnum víðsvegar að. Einn af þeim, sem mér var sönn unun að hitta á ný, var Dr. Blackwelder frá Washington, D.C. Er hann prestur þar og er vel kunnur útvarpsþulur. Vænt þótti mér um að frétta hjá honum að íslenzki sendiherrann til Bandaríkjanna hr. Thor Thors sækti hans kirkju, og að sonur sendiherrans hefði þar verið fermdur síðastliðið vor. — Þá var unun að hitta hinn ágæta Dr. Paul Scherer frá New York, sem er samverkamaður Dr. Fosdicks við Naiional Vespers útvarpið. Eru ræður hans þær beztu eftir mínum smekk er í útvarpinu fást. Hefir hann nú í mörg sumur flutt þessar guðsþjónustur. Svo mætti marga fleiri upp telja. Efnið er ótæmandi, en það er bót í máli, að til þess er ætlast að erindrekar er þingið sóttu skýri frá því og flytji boðskap þess heima í söfnuðum kirkjufélags síns. Vona eg að sem flestir söfnuðir vorir geti notið þessa. Félagar mínir munu gera því góð skil. Þeir munu bæta upp það, sem eg hefi látið ósagt. K. K. Ó. Ársritið “Lindin” Eíiir prófessor Richard Beck. Fyrir tilhlutun gamals vinar og skólabróður, séra Sig- urðar Z. Gíslasonar á Þingeyri, barst mér nýlega hið mynd- arlega og efnismikla ársrit þeirra prestanna á Vestfjörðum, “Lindin”, frá byrjun og þykir mér vel sæma að segja les- endum “Sameiningarinnar” með nokkrum orðum frá riti þessu. Rúmsins vegna verður hér þó sérstaklega dvalið við síðasta árgang ritsins, sem mér hefir borist, fyrir árið 1940, en það er 6. ár þess. En blaði maður 1 eldri árgöngum ritsins, kemur það fljótt í ljós, að það hefir flutt lesendum sínum mikið af hollu og tímabæru lesmáli af ýmsu tagi, ritgerðir, ræður, sögur, æfintýri og kvæði, sem eindregið hefir miðað að því að hvessa mönnum sálarsýn og ljá andans þroska þeirra og manndómi byr undir vængi. “Lindin” hefir með öðrum orðum ekki kafnað undir nafni; hún hefir flutt þeim, sem hana lesa — og vonandi eru þeir margir — strauma lifandi vatns, eilífsannan boðskap Meistarans mikla frá Nazaret um sannleika, kærleika og bræðralag. Prestafélag Vest-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.