Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 10
328
Lawes, eins og aSrir þjóÖkunnir menn, verÖur af og til fyrir
heimsóknum rithöfunda eha skriffinna, sem spyrja hann spjör-
unum úr, í von um að geta haft efni í ritgjörð upp úr samtalinu.
Einn þeirra heimsótti fangelsið í sumar og birti grein út af viðtali
sínu við Eawes í tímaritinu Christian Herald. Margt er athugunar-
vert í þeirri ritgjörð, en einna merkilegust mun mörgum þykja
ummæli fangastjórans um kirkjulega afstöðu þessara sakamanna,
sem þar eru saman komnir.
Hann var spurður um tölu fanganna. Þeir voru rúmlega hálft
þriðja þúsund. Voru margir þeirra kirkjumenn? “Níutíu og sjö
af hundraSi,” svaraði hann. Svarið kom flatt upp á spyrjanda,
sem von var. Og líklega mun fullyrðing þessi verða mörgum
öðrum að umhugsunarefni. Kristnum mönnum er tarnt að telja
kirkjunni það til gildis, að hún sé, þrátt fyrir alt, öflugasta máttar
stoð siðgæðis og friðsemi með kristnum þjóðum enn í dag. Og
skoðunin hefir ekki verið órökstudd. Margir, sem hafa náin af-
skifti af glæpalýðnum, þar á meðal merkir dómarar, segja að lang-
flestir óbótamenn komi frá ókristnum heimilum og hafi í upp-
vextinum farið á mis viö kristileg áhrif að mestu eða öllu leyti.
En svo kemur þessi fangelsisstjóri til sögunnar og segir, að lang
mestur þorri lögbrjótanna, sem hann hefir umsjón yfir, séu kirkju-
menn!
Hvað eiga menn að halda um þetta? Getur það verið, að
merkum umbótamönnum hafi skjátlast hingað til, eða aÖ máttur
kristinnar trúar fari þverrandi, eða þá að kirkjan hafi enn ekki
lært að fara með erindi sitt? Eða hefir Lawes rangt fyrir sér?
Áður en revnt er að leysa úr þe'm spurningum, verður bezt að
ihuga, hvaS Lawes hefir sjálfur frekara að segja um þetta mál.
Hjann segist ekki eiga við það, að þessir níutíu og sjö af
hundraði, sem hann kallar kirkjumenn, séu heitttrúaðir á kristna
vísu eða hafi nokkurn tima verið starfandi kirkjulimir nema þá
lítill hluti þeirra. Þeir hafi aðeins verið einhverntíma i söfnuöi,
eða hafi sótt kirkju. Og hann kennir það mistökum kirkjunnar
en ekki fjörþrotum kristinnar trúar, að menn þessir eru komnir á
glapstigu.
Ekki er ósennilegt, að honum skjátlist hér að nokkru leyti.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja.'að margir menn telja s*g
lúterska, presbýtera, o. s. frv. þó þeir hafi aldrei staðiS í nokkrum
söfnuði. Þeir kenna sig við einhverja kirkjudeild, þegar þeim
þykir það hentugt, og nefna þá auðvitað helzt einhverja þá kirkju
sem liggur þeirn að einhverju leyti nær en aðrar—kirkju ættfólks