Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 14
332 tólf hundruf föngum, sem hér voru í fyrra, voru þrjú hundruÖ og ellefu móÖurlausir, en hundraÖ fimtíu og átta voru fööurlausir, og þrji'i hundruð sextíu og þrir höfðu mist báöa foreldra. Seytján höfðu fengið hjónaskilnað, löglegan; sjö voru ekkjumenn, en hundrað og fimtán höfðu yfirgefið konur sínar eða skilið við þær að borði og sæng. Hjeilnæm og lifandi trú er hér um bil það eina, sem getur spornað við öðrum eins óhöppum. Sýndu mér heimili, sem leggur verulega rækt við trú og guðrækni, og eg skal sýna þér heimili, sem ekki elur upp glæpamenn. Hér er líka verk fyrir kirkjuna—að ná sér niðri með áhrif sín í heimilislífinu og lið- sinna foreldrum við barnauppeldið og efla þann heimilisbrag er kenni unglingunum að líta á s}md og ranglæti eins og ófögnuð, en ekki eins og hnoss eða gersemar.” Hn Lawes er félagslega sinnaður maður, bæöi fyrst og síðast. Hann gjörir sig ekki ánægðan með það, að mál þessi séu rædd og að með þau sé farið aðeins sem einstaklingsmál. Hánn langar tii að sjá einstaklinginn vaxa upp og þróast í þvi mannfélags-um- hverfi, að hann geti verulega lifað eftir kenmngum þeim, sem kirkjan boðar honum. Hann langar til að sjá áhrif trúarinnar eflast í mannfélaginu ekki síður en í mannshjartanu. “Engin stund á æfi sakamannsins er eins örlagaþrungin eins og sá dagur, þegar hann að aflokinni hegningu gengur sem frjáls maður út um stóra hliðiö þarna. Hér um bil æfinlega þráir hann viðreisn. Hann langar til að yrkja upp á nýjan stofn. Og það er undir mannfélaginu komið að miklu leyti, hvort honum tekst það eða ekki. Hann réttir við, hér um bil æfinlega, ef hann á þess kost. En ef hann er hrakinn fram og aftur, fær ekki atvinnu; ef á hann er bent hvar sem hann fer, þá er það hér um bil víst að hann snýr aftur til hins verra. Með öðrum orðum: Ef mann- félagið, sem við honum tekur er nógu kristið tii að rétta honum hjálparhönd, þá gefst hann vel. Félagslífiö þarf að vera kristið ekki síður en lif einstaklingsins. Þó undursamlegt ntegi virðast, þá kemur það varla fyrir að útleystir fangar, sem halda sambandi sínu við kirkjuna, komist aftur t fangelsi sem heitrofsmenn eða fyrir nýja glœpi*). Kirkjan getur orðið að rnikiu liði með því að veita hjálp i sambandi við lausnarskilyrði fanga og viðreisn á saka- mönnum yfirieitt. Eg mundi vera því hlyntur að hjálparnefnd, *)Fangar eru oft látnir lausir gegn drengskaparheiti ^parole) löngu áður en hegningar tími þeirra er útrunninn. Lofast til að halda strangar reglur, sem yfirvöldin setja þeim. Svíki þeir loforðið, eru þeir settir í hald aftur sem heitrofsmenn (parole violators).

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.