Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 25
343 María minti hann á aftur—"Og hallirnar, Henry.” “Eg kann vel við mig i húsinu okkar,” sagði Tucker. “Það er við mitt liæfi, húsið það. Það er nógu stórt fyrir mig og Maríu—og fyrir John og Eclward og Ruth, ef það á fyrir þeim að liggja að vera hjá okkur. Það er Jægilegt hús. Ef eg ætti að búa í einhverri stórri höll, þá fyndist mér eg aldrei eiga þar heima.” “Og þér, frú Tucker?” sagði prestur.—“Ef Hienry væri þar og börnin, þá mundi eg gjöra mér það að góðu, líklega. Eg ætla mér að vera ánægð þar sem Henry kann við sig; en mér liði aldrei vel ef honum liði illa.” “Borgarlifið á ekki við ykkur,” sagði Macdonald, “en hvað er það þá, sem ykkur líkar?” Augu Tuckers hvíldu enn á hæðunum hinum megin við dal- inn; og nú réttir hann út höndina og veifar í hálfhring, eins og hann vilji með einni sveiflu benda út yfir allan dalinn og hæðirn- ar beggja megin. “Þetta líkar mér,” sagði hann, “mér líkar þessi dalur og alt sem í honum er, trén og hæðirnar og balarnir og grænkan í honum. Eg hefi aldrei fengið nóg af þessum dal. Svona vildi eg að him- ininn væri.” “Svona verður þá himininn fyrir yður,” sagði presturinn. “Þetta er góð jörð, Henry Tucker; hér eru borgir fyrir þá, sem likar að búa í borgum, og sjór fyrir þá, sem hænast að sjó, og grænir dalir fyri þá, sem líkar fagurt sveitar-útsýni. Hví skyldi himininn liafa minna til boðs en jörðin?” “Eg sá ekki annað en borg og mannfjölda,” sagði Tucker, “gullin stræti og því um líkt.” “Já, en þú veizt það tlenry,” sagði konan hans, “að þér hefir aldrei verið lagið að huga í kring um þig og hnýsast eftir hlutum.” “Mér varð eitthvað skapþungt, held eg,” sagði Tucker, “og mér datt aldrei í hug að spyrja, hvort það væri til hæðir og þess konar utan við borgina.” “Þér megið vera viss um að það er landsbygð þar, eins indæl eins og þessi dalur,” sagði prestur, og Henry var ánægður. Hann sat hinn rólegasti og hlustaði á rödd Thomasar Rintaw Mac- donalds. Purpuralitur færðist yfir hæðirnar, söngur fuglsins whip-poor-will ómaði frá hæðunum, og nætur-hegrinn flaug syngjandi þvert yfir dalinn. Frú Benton var búin með inni-verkin og kom nú út á svalirnar og settist hjá þeim. Að stundarkorni liðnu segir Henry Tucker, að nú sé mál komið að halda af stað. Plann rétti út höndina og kvaddi prest. Handartakið var hlýtt og þétt og innilegt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.