Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1933, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.08.1933, Qupperneq 4
150 Á víð og dreif N. R. A. OG IURKJAN Eitt af því, sem Roosevelt i'orseta var í vald gefið ineð sérstakri lögg'jöf congressings á þessu vori, var að beita ríkis- aga, ef þurfa þætti, við iðnaðarfélög og aðra vinnuveitendur, í því skyni að koma atvinnumálum landsins i betra horf. Stjórnardeildin, sem forseti hefir skipað til að sjá um fram- kvæmdir á þessu, er kölluð National Recovery Administration (“N.R.A.”). Hún hefir rekið starf sitt með miklum dugnaði, og haldið ráðstefnur bæði með vinnuveitendum og verkafólki og samið reglugjörðir um verkveitingu, vinnutíma og annað, er að þeim málum lýtur. Og nú gengur hún ríkt eftir því, að hlutaðeigendur játist undir reglur þessar og hlýði þeim. Þessi viðreisnar-tilraun hefir éðlilega vakið mikla eftirtekt í öðrum löndum. Það hefir flogið fyrir að Bennett-sljórnin muni hafa i hyggju að reyna eitthvað svipað norður í Canada. Alt saman er þetta góðra gjalda vert, að sjálfsögðu. Til- gangurinn er ágætur: að útvega fjölda fólks atvinnu sem allra fyrst, og við þolanleg kjör. Og frá sjónarmiði kirkj- unnar er fátt að athuga við rekstur málsins. Nema þetta: verði kirkjan lieðin að ljá þeim máluin fylgi sitt, þá þarf hún að fara mjög varlega í sakirnar, svo að hún ekki takist neitt í fang, annað en það, sem beinlínis liggur í hennar verka- hring. Hún getur hvatt menn til að leggja niður allan flokka- drátt og vera hollir sinni stjórn, sínum forseta, eftir því, sem samvizka, sannfæring og kraftar frekast leyfa. Hún getur með réttu farið enn lengra, og í Drottins nafni tekið hart á öllum þeim mönnuin, sem hafa notað sér yfirstandandi neyð og atvinnulevsi til að þröngva kosti verkafólksins. En er það þá endilega víst, að ef einhver maður er tregur til að ját- ast undir N.R.A. reglurnar, þá hafi kirkjan rétt til að fella slíkan dóm yfir hann, umsvifalaust? Hún hefir engan rétt til þess, að vorri hyggju. Það eru til þúsundir verkveitenda um alt landið—smákaupmenn, til dæmis—sem nú í síðustu þrjú árin hafa átt fult í fangi með að verjast gjaldþroti; þeir hafa veitt eins mörgum mönnum atvinnu og borgað eins há laun eins og þeir frekast gátu. Þeir sjá ekki, hvernig þeim er unt, eins og sakir standa, að bæta mönnum við eða að færa launin upp. Verið getur að þeim skjátlist, að ekki þurfi annað en að ráða fólk í vinnu upp á von og óvon, um alt

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.