Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 5
151 landið, og þá hverfi verzlunardeyfðin af sjálfu sér. En kirkj- an hefir ekki vald til að dæma um það með eða móti; það liggur utan við hennar verkahring. Hún hefir ekki fengið neitt umboð frá Guði til að ganga að þessum hikandi mönn- um og segja þeim að vera með, eða heita ókristnir menn að örum kosti. Þessi tilraun er á valdi og ábyrgð stjórnarinn- ar. En kirkjan er og á að vera laus þeirra mála. Og yfirleitt þarf kirkjan að forðast það að takast nokkuð í fang um framkvæmdir á málum, sem eru að öllu leyti hag fræðileg eða pólitísk í eðli sínu. Hún á ekki að vera hand- bendi ríkisins eða ambátt stjórnmálanna. Hún á að vera frjáls. Það tókst á styrjaldarárunum að fá allmarga kirkjunn- ar menn til að flytja æsingarboðskap og hernaðarhvöt frá sjálfum prédikunarstólnum í nafni kristinnar trúar. Sumir af þeim eru alls ekki stoltir nú orðið af þeirri frammistöðu sinni og mundu fegnir gleyma henni ef þeir gætu. Satt er það, að N.R.A. fyrirtækið stendur miklu nær kristnum hug- sjónum heldur en slríðsmálin. En það er þó ríkismál eftir sem áður, hagfræðilégt í eðli sínu. En kirkjan hefir sitt verkefni skýrt og ákveðið frá Drotni. Hún þarf að láta sum heimsmálin til sín taka, vafalaust, og það miklu meira en hún hefir gjört; en ekki nema því aðeins að þau beinlínis heyri undir hlutverk hennar, trúarlegt eða siðferðilegt, að ein- hverju levti. Það verkefni er henni fullnóg. Hún þarf ekki að bæta sið sig viðarhöggi eða vatnsburði fyrir ríkisvöldin. VÍNBA NNSMÁLIÐ Ef ekki kemur skjótlega eitthvað fyrir, óvænt og undur- samlegt, þá eru dagar vínbannsins taldir í Bandaríkjunum. í öllum þeim ríkjum, sem fram að þessu hafa látið ganga til atkvæða um þetta mál—og þau eru nú orðin nokkuð mörg— hefir mikill meiri hluti verið á móti banninu. Þjóðin hefir látið skipast við fortölur hannfénda. Og margir hafa gripið í þá hugmynd, eins og druknandi maður í hálmstrá, að lögleg vínverzlun muni einhvern veginn bæta úr atvinnuleysinu og gjöra skattabyrðina léttari. Það er þó eftirtektarvert, að síðan bjórlögin gengu í gildi hafa fengist býsna sterkar sannanir fyrir því, að boðskapur áfengisvina hefir gengið mjög á snið við sannleikann. Bjórverzlunin átti að hjálpa bóndanum, en bjórinn er þegar húinn að gjöra mjólkurmarkaðinum óheyrilegan skaða. Bjórinn átti að lokka menn burt frá sterkari vínföngum og minka ofdrykkju

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.