Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1933, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.08.1933, Qupperneq 7
Því að það má ekki gleymast, að þótt bannið verði nú afnumið, þá er sjálfsagt áfengismálið ekki þar með útkljáð. Langt frá því. Ofdrykkjubölið verður hið sama og áður, eða verra; þörfin söm, að berjast á móti því. ósigurinn, sem framundan virðist liggja, er aðeins á einum hólmi; stríðið heldur áfram á öðrum orustuvöllum eftir sem áður, nema menn gleymi sjálfu markmiðinu. Baráttan er ekki um ein- hverja vissa löggjöf, heldur um sjálfan drykkjuskapinn, að hnekkja honum og útrýma. Kristur sagði lærisveinum sín- um, að ef þeir yrðu hraktir úr einni borg, þá skyldu þeir fara í aðra, og halda áfram að prédika. Bannvinir þurfa að muna eftir því heilræði, og ef þeim er varnað sigurs á einu sviði, þá að halda baráttunni áfrain, hvar sem tækifæri gefst. Þetta hafa þeir gjört áður; þeir hafa oft farið halloka, en unnið þó sigurinn að lokum. Bandaríkjamenn hrósa sér af því stundum, að þeir hafi tapað fáeinum orustum, en aldrei neinu stríði. Hið sama munu bindindismenn geta sagt að lokum um sína styrjöld—nema þeir kasti nú sjálfir frá sér vopnunum í óviti og örvæntingu. Kirkjan og áhuginn Maður nokkuð spurði mig hér um daginn af hverju eg áliti að áhugaleysið í trúar- og kirkjumálum stafaði. Kvaðst hann einkum finna til þess hvað ungdóminn snerti. Margir hafa víst fundið til þess sama, því það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessu: áhuginn fyrir trúar- og kirkjumálum fer sífelt minkandi. En hver er orsökin eða orsakirnar fyrir því að svona er? Þeirri spurningu veit eg að ekki er auðvelt að svara, en þó vil eg reyna að benda á það sem mér finst um að kenna. Tímar þeir, er við lifum á, eru einkendir um fram alt annað af þeim iðnfræðilegu og vísindalegu framförum, er hafa átt sér stað þennan síðasta mannsaldur. Sérstaklega hafa vísindin farið sigurför um heiminn. Þau hafa leitast við að útskýra öll undur tilverunnar á eðlilegan hátt og nú er svo komið að ekkert þykir útskýrt nema vísindin útskýri það. Ekkert er játað nema þau játi það. Þau hafa leitast við að varpa ljósi á það sem hulið var eða er. Þau hafa reynt að ráða gátu tilverunnar og jafnvel að framleiða lif á rann- sóknarstofum sínum, þó enn hafi það ekki tekist. Ekki hafa

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.