Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1933, Síða 9

Sameiningin - 01.08.1933, Síða 9
155 legan dauðdaga. Líf mannsins er mótað á barnsárunum. Ef hann hugsar ])á, ])á hugsar hann sem maður Þó er þctta ekki ]>að versta. Maður með svona mentun getur komist vel af í henni veröld og séð fyrir sér og sínum. Hann getur notið hinna verklegu þæginda lífsins þó hann njóti ekki þeirra andlegu. En ókomnar aldir munu ekki minnast hans eins og t. d. Grikkja er minst. Þær minnast aldrei “andlegra títuprjóna.” Og svo er nú það að eftir þetta líí tekur við annað líf. Líf mannsins endar semsé ekki hér. Að búa menn undir þetta svokallaða annað líf, og sjá um að þeir geti alla æfi haldið áfram að nálægjast Guð, er hlutverk kirkjunnar. Nú er einn vegur ti! þess, og hann liggur í gegnum barnssálina. Ef barninu er kent, meðan það er nógu ungt, að þekkja Guð, þekkir það hann alla æfi. En hvernig er ástatt með þetta núna? Kirkjan kennir hörnum á sunnudagaskóla, nokkra mánuði fyrir fermingu og í heima- húsum. Má gera ráð fyrir að stundum farist hin síðastnefnda kensla fyrir. Ætla má að kristindómskensla heima og á sunnudagaskólum nemi að jafnaði í mesta lagi þremur klukkustundum á viku og líklegast í flestum tilfellum ekki nema tveimur. Fimm daga vikunnar eru hörnin á daglega skólanum álta til tíu mánuði ársins, 5 tíma á dag, eða 25 tíma á viku, að nema það, sem tilheyrir tímanlegri velferð þeirra hér. Þrír tímar eru álitnir nægilegir til þess er tilheyrir eilífri velferð harnsins og til þess að móta “karakter” þess. Eilífðin er svona mikils virði. Engu foreldri mundi detta í hug að kenna barni sínu það sem svokallaðir sérfræðingar í sinni grein eiga að kenna því á daglega skólanum. Foreldrar álíta að þeir kennarar séu betur færir til að kenna barninu en þeir sjálfir; að það sé í hetri höndum og betur undirbúið á braut lífsins en ef það hefði numið alt í heimahúsum. En á braut þá er liggur til eilífs lífs er álitið að það sé nægilega undir- búið með það sem foreldarnir kenna því sjálf, ásamt sunnu- dagaskólakenslunni. Barninu hlýtur að skiljast að tímanleg velferð þess er metin meira en eilíf velferð þess, því hlýtur að finnast minna koma til kristindómsmálanna heldur en t. d. efnafræði. Svona útbúið fer barnið út i heiminn eins og hann er í dag, gjarnt til að efa alt nema hið áþreifanlega neit- andi að miklu eða öllu leyti öllu yfirnáttúrlcgu, á skóla þar sem skynsemistrú ríkir, sem álítur að það sem verði ekki skýrt með skvnsemi mannsins geti alls ekki komið til greina. Er von að vel fari, þegar barnið andar ])essu lofti að sér á

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.