Sameiningin - 01.08.1933, Side 11
157
sama sem öll guðsþjónustan, en hversu ágæt sem hún var,
fanst mér samt aldrei að eg væri í guðshúsi.
Mörgum finst og þörf á fleiri altarisguðsþjónustum.
Mörgum finst líka að altarisþjónustan ætti að vera mið-
punktur kristinnar trúar. Er mikil hreyfing í þessa átt í
öJlum hinum kristna heimi. Altarisþjónustan svalar kannske
hetur en nokkuð annað þrá mannssálarinnar eftir hinu dul-
ræna, og þar að auki er hún ævarandi minning um að syndir
mannanna eru þeim fyrirgefnar og minning um dauða Krists.
í hákirkjunni þýzku og ensku hefir þessi hreyfing farið mjög
langt. Er hún mjög svo í rómversk-kaþólslta átt, og sumir
biskuparnir eru jafnvel farnir að innleiða knéfallið fyrir
“hostíunni.” Þetta þarf alls ekki að eiga sér stað þó altaris-
þjónustur séu auknar. Tvær til þrjár altarisguðsþjónustur á
ári eru alls ekki nægilegar. Unglingum í dag er gjarnt að
trúa engu yfirnáttúrlegu. Þeim getur ekld fundist altaris-
salcramentið hafa mikla þýðingu ef það er ekki haft um
hönd nema eitthvað tvisvar á ári. Fyrst þegar farið er að
hafa það oft um hönd, fer þeim að skiljast þýðing þess, og
mjög er það nauðsynlegt að öllum þorra fólks skiljist til
l'ullnustu hvaða náðarmeðal vér eigum þar sem það er. I
því kemst samfélagið við Krist á sitt hæsta stig.
Áhugaleysið í lcristindóms- og kirkjumálum er versta
böl okkar tíma. Eg' hefi reynt að benda á það sem mér virð-
ist um að kenna. Getur kirkjan mikið kent sér sjálfri um
að svona er. Ef hún hefði ætíð haft það hugfast að það er
nauðsyn að leggja áherzlu á kristindómskenslu, þá hefði ekki
svona farið. Hefði hún sint því meir að móta barnssálina á
meðan hún er ung, væri önnur saga Protestantismans í dag.
Hefði hún lagt meiri rækt við hið “liturgiska” og altaris-
þjónustuna, sem hið dýrmætasta náðármeðal sem kristin
kirkja á, hefði hún lagt meiri rækt við kristindómskenslu í
skólum rílcisins en minni áherzlu á aðskilnað ríkis og kirkju
þá væri heimurinn fegri og mennirnir, sem hann byggja betri,
trúaðri og hefðu meira af bræðraþeli; þá væri minni hætta
á styrjöldum og ekki hver hendin upp á móti annari; þá væri
ekki þessi agalegi klofningur meðal Prótestanta, sem á sér
stað í dag. Sumir álíta þetta kannske nokkuð svarta mynd
og bölsýni. En lítum á oss sjálf. Héimatrúboð vort er að
verða, já, jafnvel orðið að engu. Heiðingjatrúboð vort, fyrir-
skipað af Kristi sjálfum, þegar hann sagði: “Farið því og
kristnið allar þjóðir,” mætir öflugri mótstöðu. Samt, þó að
boð hans séu einskisvirt, búumst við við að hann verði með