Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 12
158 okkur alla daga, alt til enda veraldarinnar. Skólinn, sem við erum að reyna að halda við og sem kennir kristindómsmál auk annars, sem kennir þau mál, er skapa betri menn og konur, berst í bökkum og tvísýnt er um endalokin. Ef þetta lýsir öðru en áhugaleysi, veit eg ekki hvað áhugaleysi er. Eitthvað hlýtur að vera bogið við fyrirkomulag er gefur þess- konar ávexti af sér, því “á ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.” En það verður ekki hjá því komist, það sem maðurinn sáir, það og uppsker hann. Ef þið sáið trú, þá uppskerið þið trú. Ef þið sáið áhuga, þá uppskerið þið áhuga. Ef þið sáið elsku til Guðs er uppskeran elska. En er þetta uppskeran í dag? Nei, uppskeran er áhugaleysi, sundrung og trúleysi. En er við öðru að búast? Nei, of lítil rækt hefir verið lögð við sáninguna. Þetta eru örlagatímar, sem við lifum á. En ekki er enn of seint til stefnu. Þegar kirkjunni skilst að það þarf að sá frækorni trúarinnar með kenslu heima og í skólum, þegar henni skilst að eins og það þarf æfða kennara til að kenna stærðfræði, eins þarf æfða kennara til að kenna krist- indóm; þegar henni skilst að mannssálin þráir hið dulræna, þráir samstarf en ekki aðgérðarleysi; þegar henni skilst að altarissakramentið ætti að vera iniðpunktur tilbeiðslu henn- ar, þá má vona að áhuginn komi, þá má vona að sundrungin endi, þá má hún vona að unglingarnir verði áhugasamir bar- áttumenn í hinni góðu baráttu, þá en ekki fyr, viss um árang- urinn, megum við biðja til Hans, sem sér og veit allar vorar gerðir, til Hans, sein veitir okkur styrk, til Hans, sem heyrir allar hænir einlægs hjarta. Þitl ríki komi! T. ,/. Oleson. Það er, held eg, alveg áreiðanlegt, að ekkert nafn, sem stendur í einhverju sambandi við kirkju og kristindóm, hafi nú í nokkur ár komist eins oft á framsíður stórblaðanna hér- lendu,—þar sem hvalfregnir allar eru birtar—eins og nafnið Aimée Semple McPherson. Og þó, þegar maður virðir hann fyrir sér i huganum, þennan frétta-fans, og reynir að muna, hver ágæti hafi verið sögð af þeirri frú kristindómsleg, þá er þar sannarlega ekki um auðugan garð að gresja. Það er lífs-ómögulegt að muna eftir nokkurri heims-ádeilu, nokkru kjarnyrði, nokkrum aðburða-tilþrifum á sviði trúar eða sið-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.