Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1935, Síða 3

Sameiningin - 01.10.1935, Síða 3
ametntngtn Mánaðarrit til stuðnings hirlcju og kristindómi íslendinga gefið út af Ilinu ev. lút. kirkjufélagi tsl. í Vesturheimi. Ritstjórar: Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Rúnólfur Marteinsson, 493 Lipton St., Winnipeg. FéhirSir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. L. WINNIPEG, OKTÓBER Nr. 10 Hinn annar almenni kirltjufundur íslands var haldinn í Reykjavík dagana 23.-25. júní á liðnu sumri. Sóttu kirkju- fundinn alls 61 prestvígðir menn og 130 fulltrúar leikmanna víðsvegar af landinu. Þessi mjög almenna þátttaka í fund- inum, þrátt fyrir það að margir urðu að sæta óhentugum skipaferðum og nokkrir að verja þremur vikum til ferða- lagsins, ber vott um hve sterk ítök kirkja íslands á hjá þjóð- inni, og er gleðiríkur vottur um að hún muni ekki láta sér nægja neitt minna en algert sjálfsforræði í öllum sínum mál- um. Að það geti vel samrýmst ríkiskirkju fyrirkomulaginu til lengdar kann að virðast erfitt mörgum af okkur, sem finst eitthvað óeðlilegt samband ríkis og kirlcju, en allflestir af hræðrum vorum á ættjörðinni munu lita á þetta á annan veg. Þessir óháðu kirkjufundir eru greinilegur vitnisburður þess að kirkjan veit hvað hún vill. Það eru ummæli kirkjuritsins að heiman “að slíkur fundur muni aldrei áður hafa verið haldinn með þjóðinni.” En hafi fundarhaldið í sjálfu sér verið einstakt, þá vekur ekki síður athygli það, sem þar fór fram. Aðalmál fund- arins má telja að hafi verið skipun prestakalla, því lítil! vafi ér á því, að aðsókn á fundinn hvíldi að allmiklu leyti á þeirri knýjandi þörf er kirkjuvinir fundu hjá sér að mótmæla frum- varpi launamálanefndar alþingis, er fer fram á að fækka prestaköllum landsins úr 107 niður í 59, og prófastsdæmum úr 20 niður í 8. Var þessi milliþinganefnd skipuð 1933 og Kirkjufundur Islands og preátaátefna

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.