Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1935, Page 7

Sameiningin - 01.10.1935, Page 7
og lætur sér ekki til hugar koma að brýna neinn um skör fram, heldur einungis að beiðast þess að prestar vorir og starfsmenn safnaðanna veki athygli á málinu og á þörfinni, sem til þess er að styrkja það alment, svo tækifæri gefist öll- um að leggja fram sinn skerf af fúsleik, eftir því sem hjarta- lag og ástæður leyfa. Það er reynslan að þegar þannig er vak- in athygli á málinu verður árangurinn fram yfir vonir. Það er gömul hefð að þetta mál sé borið fram í söfnuðunum í sambandi við siðbótarhátíðina seint í október eða næstu sunnudaga. Eru allir hlutaðeigendur beðnir að minnast þessa og haga framkvæmdum á hverjum stað eftir því sem þeim finst heppilegast. Allar gjafir, smáar eða stórar, eru vel þegnar. Þeir, sem á dreyfingu búa en unna máhim vorum, geta sent tillög sín rakleiðis til féhirðis Kirkjufélagsins. Aðrir munu flestir senda tillög sin gegnum söfnuð sinn. Utanáskrift féhirðis er hr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg, Man. Þetta mikilsvarðandi mál er hér með lagt frain fyrir al- menning Kirkjufélags vors og söfnuði. Drottinn blessi með- ferð þess á hverjum stað, og árangurinn. K. K. ólafson, forseti. Svertinginn Richard B. Harrison andaðist í vetur í New York, nálægt miðjum marz-mánuði, sjötugur að aldri. Mun hann hafa verið orðinn nafnkunnastur allra blökkumanna hér í álfu þegar hann lézt; en frægðin var nokkuð einkenni- leg. Hann hafði haft það verk með höndum, síðustu fimm árin, sem hann lifði, að leika Guð almáttugan í Svertingja- leiknum l'ræga, Green Pastures (“Grænar grundir”), og átt mikinn þátt í því að afla ritinu þeirra vinsælda, sem engin önnur leiksýning hefir hlotið í Vesturheimi áður, svo að kunnugt sé. Ókunnugum verður líklega fyrst fyrir að spyrja, hvort ekki hafi þá verið eitthvað stórvarhugavert við þessa frægð Harrisons; hvort það sé hægt að fara með annað eins hlut- verk á leiksviði, án þess að þeir, sem að því standa, gjöri sig seka í herfilegu smekkleysi og loddaraskap. Það er víst hverju orði sannara, að svo mundi fara langoftast, ef slíkri

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.