Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 9
155
frá því gengið; en þeir óttuðust viðtökurnar hjá fólkinu.
Það myndi verða talið versta óhæfa, sögðu þeir, að sýna
dökkleitan himnaher og sjálfan eilífðarkonunginn með þeim
hörundslit í leikhúsum landsins. Nýr maður og lítt reyndur
í þeirri stétt, Rowland Stebbins, lét þó tilleiðast á endanum
að kosta sýninguna; og gal' hann Connelly lausan taum í að
velja leikfólkið og stjórna æfingum.
Mest var auðvitað undir því komið að geta fengið rétt-
an mann til að fara með aðal-“rulluna.” Connelly hafði þegar
í byrjun haft augastað á Harrison til þess hlutverks. Harri-
son hafði þá fimm um sextugt; fæddur í Canada; foreldrar
hans höfðu strokið þangað úr ánauð á dögum þrælahaldsins.
Hafði hann mentað sig að mestu sjálfur, lagt sig einkum
eftir hókmentum og leiklist og lengi þráð að mega fást við
eitthvað ómaksins vert á leiksviði; en framavegurinn er ó-
greiður fyrir svartan mann í þeirri átt sem öðrum i Vestur-
heimi. Æfiárin gengu í það að hafa ofan af fyrir sér ein-
hvernveginn. Hann hafði verið vikadrengur á hóteli, svefn-
vagnaþjónn á járnbrautum, umferðakennari, með mörgu
fleiru. Um þessar mundir hafði hann með höndum að
stjórna ýmisltonar leiksýningum í skólum og söfnuðum
Sveidingja þar í New York.
Connelly fór nú til Harrisons, sýndi honum aðal-“rull-
una” í Green Pastures, og leggur fast að honum að taka það
hlutverk að sér. En Harrison var tregur til þess. Honum
fór eins og öðrum; hann hafði einhvern beig af þessu sýning-
arefni. Vinir hans réðu honum flestir að eiga ekkert við
leikinn. En Shipman biskup í New York var á öðru máli,
þegar Harrison leitaði ráða hjá honum. “Getur þú farið með
þitt hlutverk, án þess að misbjóða lotningu þinni fyrir Guði?”
segir biskup. Harrison sagði að sér fyndist hann geta það.
“Þá skalt þú taka að þér verkið í Drottins nafni. Það getur
ekki hlotist annað en gott af þessum leik. Hann er svo
hreinn og græskulaus.” — Þó var Harrison enn tregur. Hann
var búinn að veita Connelly afsvar einum þrisvar sinnum,
en lét þó alt af tilleiðast að hugsa sig betur um. Þegar svo
Counelly bað hann loksins um fullnaðar svar, var hann búinn
að hugsa sér að hafna “rullunni,” en þá snéxúst honum hugur
alt í einu. Segist hann hafa svarað eins og ósjálfrátt: “Eg
tek að mér verkið og veiti þér lið á meðan leikurinn endist.”
G. G.
Meira.