Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1935, Page 11

Sameiningin - 01.10.1935, Page 11
157 maður eklci tillit til vitnisburðar fortíðarinnar, vitnisburðar kirkj usögunnar. Fyrir 50 árum aðeins, voru ekki nema 428 kristniboðar að starfi í Kíína, en tala safnaðarmeðlima 22 þúsundir. Nú eru kristniboðarnir a. m. k. 15 sinnum fleiri, eða nokkuð á 7. þúsund, og tala safnaðarmeðlima a. m. k. 20 sinnum hærri en fyrir 50 árum. Þess má og geta, til samanburðar, að á fyrstu 100 árum kristninnar í Rómaveldi, höfðu einu sinni ekki áunnist svo mikið sem eitt hundrað þúsund áhangendur. En eftir fjórar aldir hafði þó kristna trúin útrýmt öllum öðrum trúarbrögð- um. Sé nú árangur kristniboðs frumkirkjunnar fyrstu 100 árin borinn saman við 100 ára árangur trúboðsins í Kína, þá eru allar líkur fyrir að Kína verði kristnað á 4 öldum. “Látum o'ss því og, þar sem vér erum umkringdir af slíkum fjölda votta, létta á oss allri byrði og viðloðandi synd, og þreytum þolgóðir skeið það, sem oss er fyrirsett.” Frá Kína : Sögur og siðvenjur — Illir andar. Kínverjar trúa því yfirleitt, að illir andar séu alstaðar á kreiki, einkum þó þegar rökkva tekur á kvöldin. Menn hafa fundið upp á ýmsum brögðum til að verjast heimsóknum slíltra gesta. Eitt helzta ráðið er að hlaða veggspotta rétt • fyrir framan anddyri íbúðarhússins, fyrir þverar dyr, og er það algengt. Með því móti er séð fyrir að andarnir ani ekld heint inn. Kxnverjar trúa því nefnilega að illir andar geti ekki vikið til hægri eða vinstri, geti ekki breytt um stefnu, en haldi æfin- lega sömu leið sér og öðrum til tortímingar. —Þessu líkt er og um illar siðvenjur. Til þess benda t. d. ýms orð í málinu, svo sem “vanaskepna,” “vanaþræll,” vanasynd.” En flestar syndir mannanna eru vanasyndir. Því sagði Jesús: “Sannlega, sannlega segi eg yður, sérhver, sem syndina drýgir, hann er þræll syndarinnar.” Vegur syndarans er líkastur tröðunum gömlu, sem ekki varð komist upp úr. Menn sem eru á þeim vegi gætu tekið sér orð Jobs í munn: “Og eg fer burt þá leiðina, sem eg sný aldrei aftur.” Mönnum er þó gefið fram yfir skepnurnar, og illa anda, að geta hafnað og kosið, sjálfsákvörðun. Og fyrir áhrif Guðs heilaga anda, finst ekki sá maður, er ekki geti séð að sér,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.