Sameiningin - 01.10.1935, Qupperneq 14
160
fyrir vini sínum af hjarta, og með öllum andlegum styrkleik,
sem honum var gefinn. Síðan mælti hann: “Eg lét ekki af
að biðja fyr en Guð varð að láta tilleiðast að veita mér bæn
mína. Eg varpaði byrði minni að náðardyrum Guðs; fylti
eyru Hans með öllum Hans eigin loforðum í heilagri ritningu,
sem mér gat hugsast. Hann varð að láta mig þreifa á óskeik-
ulleik þessara loforða, ef eg átti að trúa þeim.”
Lúter tók í hönd vinar síns og mæiti: “Vertu hughraust-
ur; þú munt ekki deyja í þetta sinn, vinur minn. Treystu
Guði af öllu hjarta, sem er megnugur bæði að svifta mann
lífinu og gefa það, og særa og græða.”
Til mikillar gleði og undrunar öllum tók nú Melanlcton
að hressast. En ekki hrökk honum orð af munni fyrir all-
langa stund, þar til hann mælti til Lúters og bað að hindra
sig ekki á ferðinni, því hann væri á góðri leið; kvaðst hann
ekki kjósa annað fremur en að fá að yfirgefa heiminn, ekkert
hlutskifti tæki því fram.
En Lúter aftók það með öllu og sagði að enn yrði hann
að þjóna Guði hér um stund.
Lúter færði honum að borða og lézt myndi bannfæra
Filippus, ef hann vildi ekki neyta þess, sem fram var boðið;
borðaði hann lítið eitt. Tólc hann nú að hressast með degi
hverjum og náði fullum bata.
Virðist enginn vafi á því, að Melankton hefði dáið í
þetta sinn, hefði bæn Lúters ekki orðið til þess að leiða
hann aftur til heilsu.
Árið 1557 misti Melankton konu sína. Hafði hún reynst
í hvívetna hin mætasta eiginkona og sönn meðhjálp í öllu.
Varð Melankton að orði, er hann frétti lát hennar, því
hann var að heiman þegar dauða hennar bar að: “Far þú
í friði, eg mun fylgja þér bráðlega.”
Þráði Melankton nú mjög að fá að deyja. Fjöldi vina
hans höfðu verið kallaðir burt. Melankton hafði háð stríð
við vini og óvini um þrjátíu ára skeið og var saddur lífdaga
fyrir löngu síðan.
Fáum vikum fyrir andlát sitt skrifaði hann vini sínum:
“Mig sárlangar til þess að fá að fara héðan.” Að honum
látnum fundust hugleiðingar um dauðann, sem hann hafði
skrifað skömmu fvrir dauða sinn, á þessa leið:
“Sannindi, sem ættu að draga úr ótta fyrir dauðanuin:
“Þú frelsast frá synd og frekjulegum deilum guðfræð-
inganna.
“Þú færð inngöngu inn í Ijósið. Þú munt sjá Guð.