Sameiningin - 01.10.1935, Page 16
162
tilsögn fengið í kristindómskenslu; kenslutækin ófullkomin
og alls ekki við hæí'i barnanna; skólasóknin ákaflega slitrótt
og óregluleg. Skólatíminn alt of stuttur; ekki nema fjörutíu
klukkustundir á ári að meðaltali fyrir hvern nemanda,
eða minna en það; og varla meir en helmingur af þeim
tíma, eða tæpar tuttugu stundir á ári, gangi til sjálfrar
kenslunnar. Markmiðið óljóst eða í lausu lofti venjulega;
lítið gengist eftir því, hvort börnin hafi náð einhverju vissu
þekkingar- eða þroskastigi við enda hvers slcólaárs. Mikill
þorri barnanna fari í gegnum sunnudagsskólann án þess
að læra nokkuð að marki eða komast í verulega náin kynni
við kristna trú. Flest af þeim komi aldrei framar í kirkju,
þegar þessari skólatíð þeirra sé lokið.—Hvort sem lýsingin
er að öllu leyti sanngjörn eða ekki, ])á er lítill vafi á því,
að frú Bro hefir bent hér á margt, sem stendur til mikillar
umbótar í sunnudagsskóla starfinu víðast hvar hjá Mót-
mælendum.
★ * *
Nokkrir prestar í New York bundu með sér félagsskap
að hætti verkamanna fyrir fjórum árum, og nefndu Min-
isters’ Union. Mun það hafa verið í fyrsta skifti, að verka-
mannastúka var stofnuð í þeirri stétt. Tilgangur félagsins
var þó ekki sá, sem venjulega skipar öndvegið í samtökum
verkamanna—að tryggja félagsmönnum hærri laun eða betri
vinnukjör. Þessir geistlegu menn voru allir alþýðuvinir og
háru velferð vinnulýðsins fj'rir brjósti. Þeir bjuggust við
að geta unnið þeim málefnum meira gagn með því að hafa
sjálfir hliðstæða félagsskipun í sínum hópi. Nú eru yfir
sjötíu andlegrar stéttar menn gengnir í stúkuna, þar á meðal
nokkrir Gyðinga rabbínar og Svertingja-prestar, kennimenn
úr ýmsum kirkjudeildum Mótmælenda, einn eða tveir
prestaskóla kennarar, og ritari prestafélagsins mikla, Fed-
eral Conncil of the Churches.—Stúkan sótti nýlega um inn-
göngu í vinnulýðs-sambandið American Federation of
Labor, og er engin ástæða til að ætla það, að prestarnir
þurfi að vera eins og framandi menn í þeim hópi, því að
þar er ekki all-fátt af “hvítkragafólki” fyrir. Umsóknina
studdu vinnustúlcur kennara, prentara og “músíkanta”, og
líklega stendur fátt í vegi fyrir jáyrðinu.
* ★ ★
Félagið International Missionary Council hefir tekist
á hendur að stofna leikmyndastöð nálægt Tanganikavatni í
Mið-Afríku. Leikendurnir verða innfæddir blökkumenn að