Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1935, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.10.1935, Qupperneq 17
163 sjálfsögðu, en myndirnar eiga að koma hvítum mönnum í kynni við einkunnir og lifnaðarhætti þjóðflokkanna í þeirn landshlutum. Fjárstyrkur úr einhverjum stofnsjóði frá auð- manninum Andrew Carnegie á að standa straum af fyrirtæki þessu. * * ★ Friðþægingarhátíð Gyðinga er haldin heilög á hverju hausti með þeirri þjóð, samkvæmt lögum Móse. Helgasti dagur þeirrar hátíðar hét jóm kippúr á hebresku, og ber hann það nafn hjá Gyðingum enn í dag. Á þeim degi frið- þægði sjálfur æðsti presturinn með sérstakri fórn fvrir syndir alls lýðsins, og hélzt sá siður á meðan musterið stóð í forn- ÖM. En nú er helgidómurinn í rústum fyrir löngu og fórn- irnar minning ein; en trúaðir Gyðingar hakla enn við forna helgi dagsins og sýna þá á sér viðeigandi iðrunarmörk með föstum og bænahaldi. Þessi forna hátið komst í blaðaumræður nýlega fyrir þá sök, að einhver prestur suður í Pennsylvania kom með þá tillögu upp úr eins manns hljóði, að jóm kippúr skyldi gjörður að almennri hátíð fyrir kristna menn ekki síður en Gyðinga, og helgaður alvarlegri hugsun um synd og yfir- bót. Vildi hann að þetta yrði gjört á næsta hausti,—þegar hátíðin fer í garð, 7. október. Eitt eða tvö af blöðum kirkj- unnar tóku vel í þetta. Var það talið holt og tímabært að öll þjóðin ætti sameiginlegan iðrunardag—það veitti svo sem ekki af því, að menn iðruðust. Líka gæti tilbreytingin orðið til þess að efla samúð með kristnum mönnum og Gyð- ingum. En ekki sízt þótti það mæla með jóm kippúr sem almennri hrygðarhátíð, að verzlunarandinn myndi ekki geta lagt það hátíðarhald undir sig og haft daginn að féþúfu, eins og raun hefir á orðið um flestar almennu hátíðirnar— bæði jól og páska og þakklætisdaginn—að “mæðradegin- um” ógleymdum. Þetta er nú alt saman gott og blessað; en talsmönnum hugmyndarinnar var fljótlega bent á föstudaginn Ianga, sem frá ómunatíð hefir verið helgaður sömu hugmynd á meðal kristinna manna. Má það heita merkilegt, að kristinn prestur skyldi gleyma þeim degi, þegar hann fór að huga í árshringnum eftir hæfilegri hrygðarhátíð. * * * Brezkur fornfræðingur, Dr. J. L. Starkey, hefir á síðustu mánuðum fengist við að grafa el'tir fornleifum á Gyðinga- landi. Hann er nú sem stendur að róta í rústum Lakísborgar,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.