Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1927, Side 13

Sameiningin - 01.03.1927, Side 13
75 voru þær myndir á hverju strái og allar ófreskjulegar, og sumarj skrýpamyndir. En kirkjunni, jafnvel á mestu fáfræðisöldum, er ekki jafn-mikiÖ um þær ófreskjumyndir aS kenna, eins og verald- legum Iistamönnum og skáldum,. Ófreskju-myndir djöfulsins, sem lengst hafa loðaÖ viö, eru andleg afkvæmi Dantes, Miltons og Goethes og annara stórskálda, fremur en kirkjunnar. Vðeri hinn djöfullegi andi önnur eins' ófreskja og menn oftast hafa ímyndaÖ sér hann, væri hann ekki hálft svo hættulegur eins og hann er. ViÖ gætum þá hlegiÖ hann burtu frá okkur. En eins og hann er, andi lyginnar, sá voldugi andi vonskunnar, sem stendur í gegn Guði í heimkynnunum andlegu, er hann verulegur og hættulegur óvinur okkar allra. Fyrir skemstu var það næsta algengt aö fyrirlíta kenningu nýja testamentisins um illa anda, eður djöfla, og þá einnig orð Jesú, þau er hljóða um fyrirliða illu veranna andlegu, !sem nefnd- ur er Satan. Nú er breyting orðin. Hið nýja viðhorf, sem komið hefir í stað efnishyggjimnar víðast hvar, veldur því, að vitrir menn leita úrlausnar á gátu tilverunnar fremur í heimkynnum andans en efnisins. Sjóndeildarhringur andans hefir stækkað undrin öll hin síðustu ár. Skýrustu hugsun samtiðarinnar ber saman við kenning Krists um andaheiminn ótakmarkaða, sem um- vefur þessa litlu veröld okkar mannanna, og til þeirrar æðri og meiri tilveru vilja menn nú fúslega leita að rökum margs þess, sem við sjáum hér og þreifum á en lítið skiljum. Og þar sem dagleg reynslan hér á þessum litla bletti tilverunnar, sem viö byggjum, ber vott um mikið starf og mikinn mátt illra afla á and- legum sviðum og í sálarlífi manna, samfara starfi og mætti Guðs og hans góðu anda, þá verður huga manns sú leið greiðfær, sem bendir til þess, að vondar verur í andlegum myrk-heimum sé hér að verki. Það heggur nærri, að þeir sem því neita, sé til þesst knúðir, ef samkvæmni á að haldast í hugsuninni, að neita algjör- lega andlegri tilveru allri, sem ofar 'sé og meiri en hið litla jarð- bundna líf mannanna. Það fer þá að verða hæpið að trúa á Guð og áframhaldandi líf manns-andans, eftir er líkamaris lífi lýkur. Ef ekki má trúa kenningu Krists og reynslunni um áhrif andlegs heims, bæði gótS og ill, á mannlífið hér, verður hæpið að trúa ;á; þann sama heim einhversstaðar annarsstaðar. Bæði kenning Jesú og lífsreynsla hans staðfesta þann vent- leika að djöfullegur andi ásækir menn, raskar samræmi í sálarlífi og vekur illar girndir. Fylkingar negió) illra anda eru á ferð, segir nýja testamentiS, og foringi þeirra stóð á móti Kristi og vildi honum alt ilt gjöra, eftir því sem Kristur segir sjálfur frá fþví

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.