Sameiningin - 01.03.1927, Qupperneq 20
82
gjarnt. Hver maður ætti aö ibera sínar eigin byrðar og borga sín-
ar eigin skuldir.”
Þetta lætur vel í eyrum og sannsýnilega. Ef á mér hvílir
einhver skuldbinding og eg er full-fær um að mæta henni, en kem
jpó til þín og bið þig ásjár, þá segir þúj réttilega:
“Borgaðu þinar skuldir sjálfur.”
Ef við göngum samhliða eftir strætinu, þú og eg, — báðir
með fullum kröftum og góöri heilsu — og eg bið þig að bera mig,
þá segir þú réttilega:
“Gáttu á þinum eigin fótum-'”
En setjum svo, að við værum i sömu hersveitinni, þú og eg,
og væri eg særður i orustunni og félli meðvitundarlaus við| fætur
þér, skotinn og lemstraður — hvað gjörðir þú þá? Þú myndir
hrópa til félaga þinna:—
“Komið og hjálpið, maðurinn er hjálparlaus. Eljótt með
spjúkravagninn! Við tökum hann á spítalann tafarlaust!”
Eg myndi vera eins og dautt lik í höndum ykkar. ÞiS mynd-
uð lyfta mér upp af jörðinni, leggja mig í vagninn fara með mig
til spítalans og sjá um að eg fengi alla miögulega hjúkrun. Og væri
það nokkuð mér til minkunar að þiggja þessa hjálp? Ó-nei, en'
það væri ykkur til minkunar ef þið vilduð ekki veita hana.
Og það sem Kristur gjörir er einmitt þetta. Ef við gætum
borgað skuldir okkar sjálfir, þá væri betra fyrir okkur að ’borga og
segja:—
“Hér, Drottinn, er það sem eg skulda. Þarna eru efnin, sem
ganga upp í skuldina. Gefðu mér nú viðurkenning og strykaðu
reikninginn út.” Og þar með væri skuldin borguð.
En reyndin er önnur. Við höfum fallið í orustunni; fallið
fyrir eldlegum skeytum misgjörðanna; höfum særst af sverðs-
eggjum syndarinnar, við erum hjálparlausir; það er úti um okkur.
En Kristur kemur. Englasöngurinn á fyrstu jólanótt var eins og
klukkuhljómur sjúkravagnsins': Allir úr vegi fyrir syni Guðs!
Hann kemur frá himni til að binda um sárin, til að dreifa myrkr-
unum, til að frelsa hið týnda. Allir úr vegi fyrir syni Guðs!
Hann kemur niður til okkar, og við erum eins og dauður þungi.
Hann lyftir okkur ekki með fingurgómunum; ekld með öðrum
armi. Hann krýpur niður, tekur syndarann i fang sér, lyftir hon-
um til heiðurs, dýrðar og ódauðleika.
“Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.”
Hvi viil þá maðurinn bera synd sína sjálfur? Þú getur ekki
sjálfur borið smæstu syndina, sem þú drýgðir. Þú mættir eins
vel reyna að bera Appenína-f jöllin á annari öxlinni, en Alpa-f jöll-
in á hinni. Og því síður getur þú borið allar þær isyndir, sem þú