Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1918, Side 8

Sameiningin - 01.11.1918, Side 8
262 þá kristnu heiimsmálastjóm, sem vér þyikjumst hafa verið að berjast fyrir, og að veita allan stuðning sem hægt er mönn- um >eim, sem hafa eygt sýnina, veita þeim að málum í bar- áttunni fyrir nýjum heirni, réttmætu andvirði alls þess, lsem vér höfum lagt í sölumar; fyrir alþj óða-st.j órnarfari, er verði stærsta sporið í áttina til að stofna ríki Guðs á jörð. Annað finst oss að gjöra ]?urfi: Fyrst friðarjnngið á að gera út um mál, sem eru siðferðisleg og jafnvel trúarleg \ fremur en pólitísk, þá ættu allar kirkjudeildir 'heimsins — mótmælendur jafnt sem kaþólskir —að senda nokkra af sín- um merkustu mönnum til borgarinar, þar sem friðarstefnan verður Ihaldin. Verkamannafélögin í öllum löndum banda- þjóðanna ættu að senda frá sér eríndreka til þingsins, til þess að halda fram kröfum verkalýðsins. Kirkjan á ekki minna í húfi en verkmannafélögin, og hún ætti að senda suma af sínum færustu mönnum og láta þá vera á Iþinginu, frá því það er hafið og þar til því er slitið. það gleður oss, að Federal Council of Churches hefir þegar skipað nefnd manna til þess að íhuga þetta mál, og að miUiþjóðanefndin í öðru sambandi kirkjulegu, sem nefnist World Alliance, ihefir ákveðið að ná með/limum sínum saman á fund mjög bráðlea. petta getur leitt til þess, að nefnd kristinna kennimanna, úr öllum kirkjudeildum heimsins, hafi mót með sér, sem sitji jafn lengi, og á sömu stöðvum, eins og friðarþingið sjálft. G. G. Undanhald og uppgjöf. (Erindi flutt á prestafundi a?S Lundar 19. Sept.). Eftir séra N. Steingr. Thorláksson. öðrum var ætlað að flytja erindi um það efni, sem talað verður um; en af því hann hafði annað mál að flytja, lofað- ist eg til að gjöra það. Verður því ver gert en eg hefði viljað. Efnið fanst mér ekki. ótímabært, og finst það ekki enn. pað, sem uppi er nú efst í hugum allra, og fremst á starfsviðl, minnir oss á að hugsa vel um það. f stríðismáluim vorum viljum vér ekkert undanhald og enga uppgjöf af vorri hálfu, heldur einbeitt og eindregið á- framhald til sigurs, hvað mikið sem í sölurnar þarf að leggja. En undanhald og sem fyrst uppgjöf fulla af hálfu óvina vorra, — það viljum vér. pað er oss ant um. Og fyrir því er barist af öllum mætti.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.