Sameiningin - 01.11.1918, Side 11
265
pá hleypur alt í einu ein þjóð fram og haslar sér völl til
orustu við heiminn. Meir en mannsaldur hafði hún verið að
hervæðast og búa sig undir, — að færast í ásmegin og spenna
sig megingjörðum, svo að hún gæti boðið heiminum byrginn
og lagt hann alian undir vald ægishjálms síns. Fræðimenska
hennar öll, guðfræði sem önnur fræði, stuðlaði að því, að hún
leit á sjálfa sig sem ofur-þjóð (super-þjóð) heimsins, heil-
brigðustu jþjóðina og mestu að öllu atgerfi, bæði andlega og
líkamlega, útvalda af Guði til þess að vera yíir-þjóð heims-
ins. Og fram á völlinn ryðst hún og rýfur heimsfriðinn und-
ir yfirskini jþví, sér til réttlætingar fyrir sjálfri sér, að þetta
sé gert 'til eflingar heilbrigðri menning í heiminum, og til að
auka heilbrigt mannkyn og byggja heimtnn þýzkum ofur-
mennum, en losa hann við úrkynjuðu úrþvættin, sem aðeins
væru itlkynjuð æxli á þjóðMkamanum. Á honum þyrfti að
gera holdskurð og skera æxlin af, isvo að ekki aliur líkaminn
sýktist. Hún var holdskurðarlæknir heimsins. Allur upp-
skuðrur væri henni leyfilegur, hvernig svo sem hann liti út í
augum þeirra, sem skera ætti á, — hvað djúpur og hvað sár,
—ef hann aðeins gæti orðið heiminum til lækningar; og það
yrði 'hann, ef hún, ihin al-heilbrigða þjóð, með hina al-heil-
brigðu menning, gæti orðið ofan á og 'efst og æðst í heimin-
um. Um annað þyrfti ekki að hugsa, og tillit til annars
þyrfti ekki að taka, en til þess eina, að þessu takmarki yrði
náð. Sögunnar dómur mundi sýkna hana af því, sem hún
yrði sökuð um af óvinunum. Við öðru mætti ekki búast af
hálfu þeirra. par sem menningarstig þeirra væri isvo miklu
óæðra, þá væri ekki af þeim heimtandi að þeir skoðuðu hlut-
ina frá hinu háa menningar-sjónarmiði pjóðverjans.
Nokkrar þjóðir eru á bandi pjóðverja, til þess að vinna
að þessu verki, að hjálpa þeim til þess að — frelsa heiminn.
Meðal þeirra er Tyrkinn!
En heimurinn vildi ekki við það kannast, að pjóðverjar,
með aðstoð Tyrkjans t. d., væru útvaldir af Guði til þess að
frelsa hann, né það væri skylda heimsins, að því er keisarann
þýzka snertir, allra auðmjúktegast “to crown him Lord of
all”, en að öðrum kosti að láta silátra sér sam sauðfé að vilja
hans — heiminum til heilsubótar og þjóðverjum til heiðurs!
Vegna þess urðu samtök með þjóðum gegn pjóðverjum.
Hafa þau' samtök orðið æ meiri og æ sterkari.
En samtök þessi og samvinnan, er hér hefir orðið svo mik-
il og góð, hefir orðið til þess að hugir manna hafa nú leiðst
meir en nokkru isinni áður til sameiningar og samvinnu. Nú
er hugsjónin sú komin 'hátt á loft með mönnum, að hver þjóð