Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1918, Side 14

Sameiningin - 01.11.1918, Side 14
268 ungar, hefir andi mannsins oft verið látinn ráða. Margur einrænn og sérvitur maður í kirkjunni hefir orðið óánægður með 'þetta eða hitt. Og isvo hefir hann farið að toga og teygja Guðs orð, eins og púkinn skinnbótina, til þess að koma þar að á blaði sérskoðun sinni, þeirri, sem Ihann lagði ástfóst- ur við, óg svo stofnað til nýs flokks. Lúterska kirkjan hefir ekki verið sundrungakirkjan. pað er ekki sundrungar-and- inn, sem réði hjá Lúter. Öðru nær. Hann ætlaði sér ekki að segja skilið við kaþólsku kirkjuna. Hann vildi fá að benda á það, sem að var og móti Guðs orði. Og hafði í fyrstu von um, að því yrði tekið vel og það tekið til greina. En það fór á annan veg, eins og kunnugt er. Hann var ofsóttur og rekinn út úr kirkjunni. En hjá reformertum, hinni deild mótmælendakirkjunnar, bólaði snemma á sundrungar- og sérkredduandanum, og ihjá henni hefir sá andi látið mest á sér bera; enda er talið þar iháværast um sundrungina nú. 0g því skal ei neita, að oft virðast auka-atriði hafa valdið þar kirkjulegum aðskilnaði. Hinsvegar ber að kannast við það, að oft hafi í vorri kirkju guðfræðisleg stirfni og þurravit ver- ið látið ráða og orðið ills valdandi. En eins og ráðríki anda mannsins og skortur hans á auð- mýkt, til þess að beygja sig undir anda Guðs, hefir valdið sundrung, eins virðist nú hinn sami galli mannsins ætla að taka til sinna ráða í sameiningarhreyfingunni. pað er andi Guðs, sem á að sameina; hann, sem “safnar saman kristninni á jörðunni”. Og það er ekki vitnisburður andans um sann- leika þann, sem Guð hefir opinberað oss í orði sínu, að yfir hann eða nokkurn hluta hans megi strika, ef hægra sé með því móti að fá menn til þess að vera saman og vinna saman. Að því er trúarsannindin snertir, þá virðist þokan ekki að vera minni nú hjá mörgum, en áður. Og sameiningar- löngunin og samúðartOfinningin góða virðist auka þokuna; en það er fyrir það, að rnenn gera sér ekki grein fyrir því, hvað um er að ræða. Sannindin sjálf eru í þoku fyrir þeim. Og hvernig eiga þeir þá að geta talað um þau og metið þau öðruvísi en í þoku ? pess vegna ríður ekki all-lítið á því nú, að andlegir leið- togar séu ekki í þokunni. Ekki eiga þeir þó að leiða inn i þoku eða í þoku, heldur leiða í Ijósi Drottins. Og á borð eiga þeir að bera ósvikna fæðu Guðs orðs, en ekki einlhverja fæðu, sem þeir setja isaman og sjóða og krydda, til þess að mönn- um bragðist hún vel og fáist til að vera með. pað er matur, sem menn þurfa að fá, ef þeir eiga að lifa, en ekki það, sem enga næring veitir, þótt gott sé á bragðið. Menn lifa ekki á

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.