Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 18
272 frá vígvelli, um að láta sundrung alla hverfa, og kæran gegn henni, um að flokkar hennar hafi lifað sjálfum sér og verið hver upp á móti öðrum, ætti að vera hvöt til vor og kirkjunnar til sjálfsprófunar, og áminning um að láta sam- úð ríkja milli deilda kirkjunnar, þrátt fyrir aðskilnað, og samvinnu verða sem bezta til eflingar Guðs ríkis í heimin- um, án þess að trúmensku þeirri sé afneitað, sem vér erum skyldugir að sýna Guði og arfi þeim, sem oss og kirkjunni er trúað fyrir. Samherjar vorir hafa unnið saman gegn hinum sameig- inilega óvin, án þess að afneita þjóðerni sínu eða þjóðar-sér- leik. Hver Iþjóð hefir haldið áfram að vera sama þjóðin eft- ir sem áður, og býst við að gera, þrátt fyrir hið fyrirhugaða alþj óða-bandalag. Og enginn hefir heimtað það, að sam- komulág og samvinna meðal þjóðanna í heiminum krefðist þesis, að þær hættu að vera til sem sérstakar þjóðir og yrðu að einni alþjóð. pví þá að krefjast annars af kirkjudeilduh- um, pví ættu 'þær ekki að geta komið sér saman og unnið saman gegn hinum sameiginlega óvin, án þess að afneita sinni sérstöku játning og sérstöku köllun, ef verulegt sann- leiksatriði skilur ? Um það ættum vér að hugsa. Ahugas.: Erindið hér að framan var endurritað eftir stríðslokin og aukið nokkuð. N. S. Th. “Ár vor líða sem amdvarp,” stendur í innblásnu trúar- ljóði, sem kent er við guðsmannin Móse. það er saknaðar- hreimur í þeim orðum, djúp og viðkvæm tilfinning fyrir hverfuleik Íífsins. Spámaðurinn virðist renna augum yfir liðin æfiár sín, yfir viðburðina mikilfenglegu, sem hann sjálf- Ur hafði átt svo stóran þátt í; yfir mannlífsins ókyrra, sí- breytilega, hávaðasama sjó, sem öligað hafði og sollið alt í kringum hann. Og þegar hann nú á gamalsaldri virðir þetta útsýni fyrir sér, þá sér hann þar eitt einkenni, sem yfirgnæf- ir öll önnur. pað er hverfulleikinn. Alt er á fleygiferð; hvorttveggja jafn breytilegt og óstöðugt, skin og skuggi, leikir bernskunnar, stórræði fuliorðinsáranna, stritið og bar- áttan, sem hann hafði átt í, og árangurinn með, alt virðist horfið, flogið á burt, létt og veigalaust eins og andvarp, Við-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.