Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1918, Side 19

Sameiningin - 01.11.1918, Side 19
273 burðarík æfi blasir við augum hans, eins og gærdagurinn, hún virðist svo undur-stutt, >egar hann lítur til baka. Ekk- ert hafði staðið kyrt, ekkert enzt stundinni lengur. Örbreytt sál hins mikla spámanns rennir augum yfir jarðneska Mfið, og sér þar engan hvíldarstað öruggan. Aðeins eitt athvarf til óhult, óbifanlegt. “Drottinn, þú hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns”. J?að er hugsunin, sem hressir sál guðs- mannsins, þegar hún leitar sér hvíldar, örþreytt eftir æfi- stritið. Aldrei finnum vér víst meir til þess, hvað Mfið er hverf- ult, heldur en á Mðnu hausti. pá er náttúran öll að taka stakkaskiftum; hún er að klæða sig í sorgarbúning. Og hug- ur mansins hvarvlar ósjálfrátt til baka, með söknuði. Að baki Hggur blíða og unaður náttúrunnar, harkan og óblíðan framundan. Flest það, er vér vildum hafa sem lengst hjá oss, er horfið, og vér vitum ekki, hvort oss verður auðið að sjá það aftur í þessu lífi. Söknuður þessarar árstíðar vekur ótal vafaspumingar í sálum manna. Er þá tilveran ekki góð ? Eða hví tekur hún svo fljótt frá oss alt það, sem er unaðsríkt og hressandi? Aftureldingin, þegar lífið, ferskt eftir næturhvíldina, baðar í morgunbjarmanum, hví hinkrar sú stund ekki hjá oss? saklaus æskan, þegar allur heimurinn glóði við undrandi barnsauganu — hvað lá henni á, að vér mættum ekki njóta hennar lengur? Vorblíðan, isumardýrðin, haustfriðurinn, alt hafði það skamma viðdvöl og hvarf. Svo var með alt yndi lífsins; það heilsaði og kvaddi, og vér sátum eftir með söknuði. Hví er þessu svo farið? Er þá Skaparinn ekki auðugur að dýrð og unaði, að hann heldur svo spart á þeim hlutum við oss ? Ekki get eg að fullu skýrt þenna leyndardóm hverful- leikanis. pað getur enginn. En alvizka Drottins er ekki með öllu hulinn sjónum dauðleigs manns. “Hann hefir ekki látið sjálfan sig án vitnisburðar”. Alstaðar eru skýr og auðsæ merkin um það “djúp ríkidóms speki og þekkingar Guðs” sem postulinn talar um — og ekki sízt í hverful- leikanum. Kveðja haustsins, sem nú er að skilja við oss, er dýrmæt áminning um það, hvað fallvaltleikur Mfsins sé í sjálfu sér góður, ef vér skiljum hann rétt og tökum honum eftir vilja Drottins. Manninum gengur svo illa að njóta 'blessunar Guðs ; Ihann kann ekki að taka á móti henni, því síður að þakka fyrir Ihana, nema hvað eftir annað sé dregið af henni við hann, svo að hann taki eftir henni. Hvað yrði úr verð-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.