Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1918, Page 24

Sameiningin - 01.11.1918, Page 24
278 bæjarins voru þegar í fangelsi, eins og fyr var frá sagt. En raenrt eru sjaldan leiStogalausir ,um langa hríö, þegar stórræSi liggja í lofti, og svo fór í þetta sinn. Múgurinn safnaSist að smiSjudyrutn hans Theophile Crosseur, sem í þetta isinn var aS iöju sinni lengi frara eftir. Reyndar var hann nú ekki fyrirmannlegur ásýndum, hann Crosseur; hann var mjög ólíkur þeim járnsmiöum, sem menn lesa um í kvæðum og skáldsögum. Hann v'ar í lægra meSallagi og heldur óþreklegur , holdgrannur, æöaber, ,sí-:sótugur meö hratnsvartan, flaksandi lubba, og fjögur fjöll í horuðu andliti -— höku, nef og kinn- bein. Slitin vinnufötin gúlpuöu utan á honum eins og leppur á hræðu. Útlitiö bar vott um höriS æfikjör og mentunarskort. En mannslundin gefur sig lítt að útliti eöa mannviröingum. Hún hafði tekih sér ból- festu í þessum óásjálega aiþýðumanni og leiptraSi þar í tinnusvörtu auga, undir loðinni brún. Hann talaíii viS hópinn framan viS smiðjudyrnar; stóh þar meö koluga svuntuna og sveiflaði þungum hamri til frekari styrktar orð- um sínum. Parbleu! Þessir þýzku hundar þektu ekki frjálsborna menn! Að ætla sér að hræða menn til friðar með eintómri grimd og hörku. Eins og hver ærlegur maSur vildi ekki heldur deyja, heldur en lifa eins og ormur i moldínni, hálfdauSur af hræSslu, meö prúss- neska hælinn ofan á sér. Prússarnir væru búnir að hafa orði'ö nógu lengi; nú skyldi þeir tala, og sýna, aS þeir væri ekki hræddir viS hót- anir og grimd. Gátu þeir ekki gjört spellvirki, skennt og eyðilagt fyrir þessum illmennum og jafnvel gert út af við suma þeirra, svo lítið bæri á ? Og ef grimd kæmi í mó.ti, eins og hótað var, — sacre, v'oru þeir ekki þegar beittir grimd, og það aö ósekju? Var ekki betra aö hefna félaga sinna og sjálfra sín, — hefna hennar Madame Trudeau — áöur en maöur dæi, heldur en aö taka öllu eins og sauöir, og eiga þó von á dauða sínum á hverri stundu ? Þetta var efniö í ræ'öunni. Hún var auövitað skreytt mörgum fleiri istóryrðum, sem hér eru ekki skráð. Og hún hafði svipuð áhrif eins og eldur í púðurhúsi. “Til Keltners!” hrópuðu roenn og þustu af stað Crosseur fór eins og hann stóð. Heimsóknin kom ekki flatt upp á Keltner ofursta. Hann hafði látið skipan út ganga til undirmanna isinna. Nóg lið til taks, ef á þyrfti að halda. Þorpsbúar höfðu þegar brotið reglurnar, með því að hafa ekki tekið á sig náðir fyrir dagsetur. En hann ætlaði ekki að taka hart á þeim fyrir það — bezt að tempra hörkuna með vægð. Hann marg-endurtók þá hugsun eins og til að kefja niður einhverja ónota- lega tilfinning, sem ekki vildi Skilja við hann iþetta kvöld. Og svo, ef þeir gjörðu eitthvað af sér —þá hafði hann öll ráð í sinni liendi. Já, lang-bezt að tempra hörkuna með vægð. Um þetta var Keltner að hugsa, þegar hópurinn þusti inn til hans. Þar voru fáir skrýddir brúðkaupsklæðum; æsingin skein út úr hverju andliti. í fararbroddi var járnsmiðurinn, úfinn, sótugur, með koluga sv’untuna franian á sér og hamarinn í hendi; reiðin sauð niðri í honum. Ofurstinn fór íhönðum um strýið og kampana, leit yfir hópinn kaldur og þóttafullur, hvesti augun á járnsmiðinn og ygldi sig. “Hvað viljið

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.