Sameiningin - 01.11.1918, Page 28
282
mikiS út. Náttúran er miskunnsöm. Hún lætur menn finna tii, þegar
þeir meiðast lítið. En þegar svööusárin eru óbærilega stór, þá deyfir
hún tlfinninguna e'öa tekur af mönnum meövitundina. Eins fer hún
aö, þegar menn eru til þess kvaddir aö líöa mikiö andlega. Hún sting-
ur mönnum nokkurskonar svefnþorn, lætur þá falla í leiöslu.
Svo fór fyrir prestinum. iÞaö sem fram haföi fariö um kvöldið,
lá á meðvitund hans eins og illur draumur. Og eins var um þaö, sem
fram fór i kring um hann. Það var eins og lífið, umlieimurinn, kæmi
honum ekkert við framar. Klukkan á veggnum var eini hluturinn,
sem 'hann gat eignlega tekiö eftir. Hún v'ar aö mæla stundirnar, sem
hann átti eftir,og hjó af þeim hvert augnahlikið eftir annað með sálar-
lausri kostgæfni, eins og hún væri partur af hervélinni þýzku. En
þó varð jafnvel hún að óverulegum hlut í framandi heimi. Hann las
í bænabókinni, en hugsunin gat ekki fylgst með. Hún var hvergi; hún
lá milli heims og heljar og átti í hvorugu rikinu heima þessa nótt.
Það sem fram. við hann hafði komið, var svo óeðlilegt, svo grimmi-
lega ólíkt öllu því mannlifi, sem hann hafði áður þekt, aö hann gat
ekki áttað sig á þeirri reynslu. Húu lá á honum eins og heljar farg,
ægileg martröð, og vitundin lá lömuð undir þunganum.
Vörðurinn, sem átti að gæta hans þessa nótt, var gildvaxinn,
búlduleitur miðaldra Prússi úr varaliðinu, gróskulegur, með ofsafeng-
ið, geggjað augnaráð, og þar á ofan víndrukkinn. Hann kastaði
kveöju á fangann um kvöildið með illilegu glotti. ‘“Verið þér rólegur,
herra prestur”, sagði hann, “bráðum fer að birta.” Litlu síðar leit hann
inn aftur og sagði með háðslegri blíðu: “Alt gengur vel, þeir eru að
hlaða byssurnar.” Svipuð spaugsyrði lét hann fjúka af og til lengi
nætur. En skeytin særðu ekki. Brabaut skildi að 'SÖnnu orðin, því
hann kunni þýzku, en fólskan í þeim hrein ekki á honum. Þau voru
sam.róma við þann illa, ókunna svikaheim, sem á þessu sáðasta dægri
hafði Iukt sig utan um hann eins og þoku-drungi.
Storkunaryrðin fóru aS verða hrottalegri, þegar á leið; glottið
snerist upp í háværan ribbalda-hlátur. Loksins kom inn í dyrnar
ungur fyrirliði þráðbeinn og skarplegur; hann fór hljótt og var auð-
sjáanlega að komast eftir því, hvernig á þessum hávaða stæði. Dát-
inn tók ekki eftir yfirmanni sínum; hann hafði allan hugan á skeint-
uninni. “Einuim bölv. prestinum færra, þegar sólin kemur upp”,
sagöi hann og skók hnefann framan í Brabaut. Þiá gekk fyrirliðinn
á rniílli ]>eirra. Dátinn fékk harðar átölur og rokna4öðrung. Hann
gláfti höggdofa á liðsforingjann nokkur augnablik; þetta kom svo
flatt upp á hann. Svo urðu snögg umskifti: tígrisdýrið breyttist í
sauð á augabragði og snautaði út um dyrnar. Foringinn sneri sér að
Brabaut, benti á ennið á sér og síðan á dyrnar, eins og til skýringar og
afsökunar, en sagði ekki orð. Svo fór hann út á eftir dátanum. Litlu
siðar var skift um varðmenn, og fanginn var ekki ónáðaður eftir þaö.
Hóf er bezt í hVerjum hlut, segir máltækið,og auðvitað kannast
prússnesku ihervöldin við þann sannleika. Það er hægt að fara svo
langt i kattar-grimd og vitstola fólsku, að jafnvel þeirn iherrum of-
.bjóði. En hversu vel, sem húsmóðirin yandar brauðagerðina, þá