Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1918, Side 29

Sameiningin - 01.11.1918, Side 29
283 bakast ekki kökurnar allar jafnt. Sumar um of, sumar ekki alveg nóg* ÞaS fer svipaö fyrir herlistinni hjá ÞjóSverjum, þegar hún bakar bardagamenn. Ekkert vissi Brabaut um afdrif þeirra mæSgna. Og það fór betur, úr því er komið var; því honum hafði alt af tekið sérlega sárt til þeirrar fjölskyldu síSan föðursins misti við, og ætlaði sér að styrkja bæði börnin til náms, þegar þau yxi upp. ÞaS bráði af honum feigð- armókið, þegar hann kvaddi þau mæðgini í huganum og fól þau öll GuSi. Þaö fór ylur um hjartaræturnar; hann gat fundiS til aftur og rankaði betur við sér. Erfðaskráin hans v'ar geymd í skrifborðs- skúffunni — Annette oglitli Pierre áttu að fá eigurnar, sem ekki voru miklar. Hann lauk upp skúffunni, tók upp skjalið, lét það í umslag og innsiglaði, og lagði þaö á borðið hjá bréfunum, sem hann hafði skrifað áður um nóttina. Það var eins og drunganum létti af þegar þetta var búið ; hann var orðinn menskur aftur og gat beðið Guð. Bæninn, heit, innileg bæn, fyrir vinum hans, fyrir óvinum, fyrir Belgíu, fyrir syndugum og vegviltum mannlheimi, fyrir eigin sál hans, hún streymdi nú gegnum hugann eins og lífslind, sem svalaði hjartanu. Hann var lifnaður aftur, búinn að finna aftur lifandi Guð. Það færðist friðuir um hann allan, djúpur, óumræðileguT, óskiljanlegur. Hann var sáttur við alt. Dauðinn horfinn. Svo liðu stundirnar fram að aftureldingu. Á þriðja staðnum, sem um var getið, var enginn friður. Það var í svefnhúsi Keltners, sem hélt til á heimili bæjarstjórans. Ofurst- jnn var dauðþreyttur, því það var ekki heiglum hent að gegna foringja stöðu í þýzkum her á ófriðartímum. Þ.ó fékk hann ekki hvíld; hann bylti sér á ýmsar hliðar í rúminu og gat með engu móti sofið. Ein- hv'ern ónota-thrylling liafði hann bælt niður hjá sér alt kvöldið; hafði leynt þeirri baráttu undir köldum þótta-svip, en nú sótti sá ófögnuður á hann aftur i einrúmi, hálfu magnaðri en áður, og varð honum yfir- sterkari. Það var eins og viðburðir kvöldsins sæti fastir í sjóntaugum og heymarfærum, til þess að ögra honum, kvelja hann, taka af honum hvíldina. Hvað eftir annað, þegar hann var rétt að festa svefn, komu atvikin öll í einni bendu fram í hugskotið eins og óljósar kvikmyndir eða dimmir svipir. Það var ómur af byssuskotum og hergöngu- trampi; skvaldur og suð í æstum manngrúa; bergmál af angistar-ópi; opnar ’húsdyr og kona í dauðateygjum framan við dyraþrepið; það var aragrúi af mannsandlitum og sami reiðisvipurinn á þeim öllum; hávær deiluorð, hamar á lofti; holdlaust og hrikalegt andlitið á járn- smiðnum, þrútið af bræði. En alt af var það ein mynd, sem hóf sig upp yfir alt hitt eins og klettur upp úr hafróti, og stóð óafmáanleg fyrir hugskotssjónum hans, þegar hanin v'ar alvaknaður aftur: dauðadæmdur fangi, stiltur, hógvær göfuglyndur á svip, eins og hann væri af æðra bergi brotinn en mannsöfnuðurinn, þýzkur og belgis'kur, sem umhverfis hann stóð. Þessi mynd kom ein-hvern veginn ónotalega við Keltner. Hon- um varð það ósjálfrátt, að bera prestinn saman við sjálfan sig.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.