Sameiningin - 01.11.1918, Side 30
284
eins og þeir ihlutu að ha'fa komiS manngrúanum fyrir sjónir um
kvöldið. Hann fann að þeir lilutu að hafa komið þar öðruni mönnum
fyrir sjónir eins og persónugjörfingar tveggja ríkja í andans lieimi.
Og hann gat ekki annað en fundiö til þess, hvaö hann sjálfur, og
veldiö sem 'Stóð á bak við hann, og heimspekin, sem hann haföi sv'o
dyggifega flutt í orði og verki, varð alt saman ljótt og fyrirlitlegt
viS þann samanburð. Ræöan, sem hann flutti fyrir lýðnum um
‘kvöldið, rifjaðist upp fyrir honum orði til orðs og storkaði honum.
Þaö var eins og hann heyrði röddina í sjálfum sér, hranalega, urrandi,
tilfinningarlausa. Orðin stungu hann eins og ihnífsoddar, það var
svo mifkil grimd í hreinskilninni. Hann þoldi >ekki við; í fyrsta skifti
á fjórum áratugum var hann farinn að efast um réttmæti þeirra anda-
stefnu, sem hann ihafði lifað í. Það gat ekki gengið sársaukalaust
af, að hrófla við þeirri bjargföstuilífsskoðun.
Ekki veit eg, hvort það gat heitið réttu nafni samvizkubit, þetta
hugarumrót, sem kvaldi oifurstann um nóttina. Hann ásakaði ekki
sjálfan sig um neitt; eftir lögum og kenningum Iþýzkrar herstjórnar
hafði hann rakið skylduleiðina þráðbeint og hlutdrægnislaust. Þetta
sagði ihann sjálfum sér hvað eftir annaö, en þó varð honum ekki rótt.
Hann rifjaði upp fyrir sér þær kenningar, sem ítarlegast; reyndi aS
steypa sig enn einu sinni í þvá móti, eins og hann hafði gjört alla æfi.
Strýiö; kamparnir; hulda drambið, sem skein úr andlitssvipnum og
lýsti sér í hverri hreyfingu ■—• við þetta var Ihann búinn að leggja rækt
frá barnæisku, til þess að sannfæra bæSi sjláfan sig og aðra um þaö,
að ihann væri stálharSur herforingi, prússneskur í húS og hár. Hann
hafði fómað sál og líkama á altari einnar vonar, og hún var sú, að
komast einhvern tíma til vegs og metoröa í þýzkum hernaði. Til þess
þurfti hann að harðna sem alilra mest, og aldrei fanst honurn herðing-
in nógu mikil.
Eramhald.
Sunnudagaskóla-lexíur.
IX. LEXfA. — 1. DESEMBER.
Jósef seldur mansali.—1. Mós. 37 18-28.
Minnistexti:—Hatur vekur illdeilur, en kterleikur breiðir yfir alla
bresti.—Orðskv. 10,12.
Umrœðuefni-.Heimilisböl, frækorn þess og ávextir. Tii hliÖ-
sjónar: 1. Mós. 37, 1-36; 1. Mós. 13, 8; Sálm. 133,1; OrSskv. 6, 16-19;
1. Kor. 13; Kól. 3, 18-4, 1. Ees vel sögu Jakobs og Jósefs fram aS
þessum atburSi, sem hér er sagt frá. Sagan af Jósef er einhver feg-
ursta sagan í gamla testamentinu. Hún er skráð í síSustu fjórtán
kapitulum fyrstu Mósebókar. I dag liggur fyrir oss að ihuga illverkiS,
sem á honurn var unnið af bræðrum hans, og lærdóma þá, sem vér
getum dregið út úr þeirri sögu oss til viðvörunar. Fyrst er að gá að