Sameiningin - 01.07.1922, Page 3
amwiungíit.
Mánaðarrit til stúðnings kirkju og kristindómi íslendiv)',
gefið út afhinu ev. lút. lcirkjufélagi Isl. í Vestrheim-*
XXXVII. árg. WINNIPEG, Júlí 1922 No. 7
Frá kirkjuþingi.
I’ að var haldiö, sem kunnugt er, í Dakota, dagana 21.—
27. júní.
Aldrei hefir hin fagra bygö íslendinga í Dakota verið
dýrlegri á að lita, en nú var hún. Akrar og engi i hásumar-
skrúöi svo dásamlegu, aö gestir störöu á undrandi. Notuöu
margih frístundir til aö skjótast í hraðskreiðum bifreiðum
bænda víð'svegar út um sveitina og ekki sízt upp á “fjalla-
brúnir” vestan bygðar. Gunnar haföi Hlíöina aldrei svo fagra
litið. og gat ekki slitið sig frá henni. Svipuð hrifning gagn-
tók þá, er horfðu af hæðunum skógiskrýddu austur yfir Gardar-
sléttlendið og Mountain-víkina.
Og fólkið var svo gott og elskulegt. Það var eins og
bygðarbúar allir hefðu tekið 'höndum saman um, það, að gera
gestum sínum heimsóknina ánægjulega. Ekki að eins fólkið i
söfnuöum þeim, sem í kirkjufélaginu standa, heldur og fólk
hinna safnaðanna engu síður, virtist hafa lagt til síðu alt annað
en það éitt, að taka á móti gestunum, .gleðja þá, og gleðjast
með þeim. Allar samkomur voru afar-fjölmennar, hvar sem
þær voru haldnar í bygðinni.
Auk guðsþjónustu þeirrar, er flutt var að Gardar í þing-
byrjun, miövikudaginn 21. júní, voru guðsþjónustur fluttar
sunnudaginn 25. júní samtímis i sex kirkjum og var húsfyhi
alls' staðar. Að kvöldi þess sama dags var haldinn trúmála-
fundur í kirkju Vklalíns-safnaðar, og var þar svo mikill mann-
fjöldi samán kominn, að ekki meir en helmingur komst fyrir í
kirkjunni, og var því haföur annar fundur úti undir beru lofti
samthnis fundinum inni í kirkjunni.
Fyrirlestrar tveir voru fluttir á þinginu. Flutti séra Jóhann
Bjarnason annan á Gardar fimtud.kvöld 22. 'júní, er það erindi
prentað í þesstt blaöi. Hinn fyrirlesturinn, um UfsskoSanir,