Sameiningin - 01.07.1922, Síða 5
197
lúterskum, sem utan viö kirkjufélagið standa. Voru í nefnd
þessari þeir séra N. S. Þorláksson, forseti, séra R. Marteins-
son, vara-forseti, séra G. Guttormsson, hr. Jónas Jó'hannesson
og hr. Stefán S. Einarsson . Kosiö höföu sumir utanfélags-
söfnuöir fulltrúa til samtals við nefndina þegar um nýár, en af
samtali hafði ekki oröiö fyr en daginn fyrir þing. Höföu þá
mætt kirkjufélagsnefndinni umboðsmenn utanfélags safnaðanna
í Dakota og safnaöarins viö Brown í Manitoba og Mozart í Sask.
Var fyrir þeim og aöal-málsvari þeirra séra Páll Sigurðs-
son, prestur að Gardar. Höfðu nefndirnar ekki lokiö starfi, er
þing hófst, og var því haldið áfram við og við meðan þingið
stóö yfir. Á sjöunda fundi þingsins lagði kirkjufélagsnefndin
skýrslu fyrir þingiö. Skýrði nefndin frá því, að fulltrúar utan-
félagssafnaðanna hefðu borið fram tillögu um breytingar á
grundvallarlögum kirkjufélagsins og frumVarp til þingsýfir-
lýsingar á þessa leið:
“Breytingar á grundvallarlögum kirkjufélagsins.
4. grein: Kirkjufélagið viðurkennir hinar almennu trúar-
játningar kirkjunnar, ásamt hinni óbreyttu Ágsborgarjátningu
og Fræðum Lúters. En það setur þó ekkert af þessum ritum
jafnhliða heilagri ritningu.
8. grein: Fyrir “ef einhver hlutaðeigandi æskir” komi
“ef hlutaðeigendur æskja’j; og oröin “samkvæmt 11. grein”
falli burt.
11. grein: Falli burt.
14. grein: Önnur málsgrein hljóði svo: “Söfnuður, sem á
lögmætum fundi samþykkir að ganga úr kirkjufélaginu, til-
greini það forseta, og skal hann skyldur til að viðurkenna úr-
sögnina.” 1. og 2. málsgrein óbreyttar.
Gardar, 23. júní, 1922.
Frá Mozart-söfn., Sask., Páll Thomasson.
Frá Guöbrands-söfn., Man.: Thorsteinn Gíslason,
Árni Thomasson.
Frá Mountain-söfn., N. D.: H. H. Reykjalín,
Thorlákur Thorfinnsson
Frá Gardar-söfn., N. D.,: John Johnson,
G. Thorleifsson,
Páll Sigurðsson.”