Sameiningin - 01.07.1922, Side 12
204
allsstaöar hinar ástúhlegustu. Mest var eg til heimilis hjá Kol-
beini Sæmundssyni og Helga Þorsteinssyni, tengdaföSur hans.
Er Kolbeinn forseti safnaSarins, en Helgi fulltrúi í söfnuSin-
um. Fór svo vel um mig hjá þeim og fólki þeirra, eins og líka
hjá öSrum, sem eg kom til og dvaldi hjá, aS eg mun ætíS minn-
ast dvalar minnar hjá íslendingum á Pt. Roberts meS þeirri til-
finningu, aS þar hafi eg veriS meSal vina, sem alt vildu fyrir
mig gera. ÞaS hefir nú ekki æfinlega veriS taliS, aS íslend-
ingar væru miklir pertsavinir, en þaS er min skoSun, bygS á
reynslu, aS enginn fái betri viStökur hjá íslenzku fólki en sá,
sem því láni á aS fagna, aS vera bæSi íslendingur og prestur.
Til Vancouver fór eg tvívegis frá Pt. Roberts, og flutti
guSsþjónustur í bæSi skiftin. ÞaS eru um 30 mílur frá tang-
anum til Vancouver. Vancouver er eiginlega þyrping af nokk-
nrn veginn samföstum smábæjum, sem þó hver fyrir sig hefir
sérstaka stjórn. Má þar til nefna Vancouver, South Van-
couver, North Vancouver, West Vanouver, IBarnaby;, Point
Grey, o. s. frv. EjörSurinn skilur North Vanoouver og West
Vancouver frá hinu. ÞaS, sem veldur erfiSleika, ef sameina
ætti alt undir eina bæjarstjórn, er þaS, aS skattar eru misjafnir,
og vilja því þeir, er búa viS lægri skatta-álögur, ógjarna sam-
einast þeim, er hærri skattar eru hjá. Hlýtur þó þessi skifting
aS vera óþægileg og standa í vegi fyrir ýmsum framförum. En
um þaS eru allir sammála, aS þegar taldir eru íbúar borgarinn-
ar, eigi aS telja alt sem eina heild. HeyrSi eg því haldiS fram,
aS þannig taliS væru um 250,000 íbúar í borginni. Er þaS sjálf-
sagt vel í látiS. Borgin liggur viS fagran fjörS, og eru f jöll aS
baki, en of nærri til þess aS útsýniS sé verulega tilkomumikiS.
En náttúrufegurS er þar víSa mikil í umhverfum. Stanley
Park, sem er 1100 ekrur aS stærS, er aS mestu leyti stórvaxinn
frumskógur. Er hann á tanga því nær umkringdum af sjó.
Eiggur út meS þeim tanga skipaleiSin frá borginni, og fanst
mér fjarSarmynniS og alt útsýniS á þeirri leiS svo fagurt, aS
óvíSa finnist annaS eins. Golden Gate viS San Francisco er
orSlagt, en skipaleiSin út frá Vancouver gefur því litiS eftir.
Mér þótti fyrir því, aS mér vanst ekki tími til þess aS fara upp
í fjöllin, því mikiö er af því látiS, hvílík fegurS sé á þeim leiS-
um, er þangaS liggja. Var mér sagt af kunnugum, aS af fjall-
garSinum fyrir noröan Vancouver, megi á björtum degi sjá
stiSur fyrir Seattle, sem er meir en 150 mílum sunnar. Hlýtur
þaö aS vera mikilfengleg sjón. í þetta sinn varS eg aS láta
mér nægja aS horfa upp ti.l fjallanna, og sjá álengdar ljónin