Sameiningin - 01.07.1922, Síða 14
206
couver eyjarinnar. Dvaldi eg þar í tvo daga. En þá daga var
dimmviöri, rigning og hríð, svo eg átti erfitt meö aö sjá mig
um, eins og eg heföi kosiö. Borgin er annáluö fyrir það, hve
hún er há-ensk. Telja margir hana “a bit of Old England on
ye Pacific Coast.” Margir enskir auðmenn eiga þar heimili, er
svipar til kastalanna fornu. .Tungutak fólksins er enskt og
allur blær á lífinu ólíkur því, sCm Ameríkumaöurinn á aö venj-
ast. Þaö er eins og höfSingjunum takist þar enn þá betur en
víöa annarsstaðar að 'skilja sig svo greinilega frá lýSnum, aS
ekki veröi um vilst. Höfðingjasetrin mörg ecu innibyrgð af
runnum og giröingum. Manni finst eins og ekki sé ætlasti til,
að aðrir en útvaldir líti þar inn. — En ef til vill eru þetta til-
finningaöfgar almúgamanns.
Islendingar eru orðnir fáir í Victoria. Fjöldi flutti þaðan
til Point Roberts og víðar. Gátu menn þess til, að um 60
manns af íslenzku bergi brotnir, væru dreyfðir um borgina- og
nágrennið. Hélt eg þar guðsþjónustu, en hún var mjög fá-
menn. — Engir íslendingar eru þar búsettir, er mér voru áð-
ur kunnir. Ásgeir Eíndal var urn eitt skeið i Xorður Dakota,
en þaö var fyrir mitt minni. Hann hefir um langt skeið verið
búsettur í Victoria. Er hann kvæntur Steinunni, systur K. N.
Júlíusar — og frænku minni. Var mér mjög mikil ánægja í
að heimsækja þau hjón. Dvaldi eg hjá þeim mikinn part af
eftirmiðdegi. Ásgeir var lasinn, en vel málhress, og ekki þrutu
umtalsefnin fyrir það, að við samþyktum alt hvor með öðrum.
Vænt þótti mér um aö ,sjá þaö í bréfi frá honum til mágs síns
K. N. Júliusar, að hann lætur vel af samfundum okkar, og ekki
ásaka eg hann fyrir það, að hann segir um mig, að nokkuð muni
eg vera íhaldssamur i skoðunum. Eg er honurn sammála um
það. Viss er eg um það, að við berum báðir hlýjan hug hvor
til annars eftir samtalið. — Christian Sieverz var sá íslend-
ingur, er eg fyrst hitti í Victoria, og fékk eg á heimili hans
hinar hlýjustu viðtökur. Hann er greindur maður vel og stilt-
ur, og eindreginn sósíalisti i skoðun. Hefi eg engan sósíalista
heyrt verja málstað sinn eins vel og hann. Trúir hann því á-
kveðið, að öll tilhneiging til þess, sem ilt er, hverfi úr mannfé-
laginu, þegar sósíalista fyrirkomulagiö er komið á. En eg hélt
nú að manneölið yrði svipað. Og þar viö sat. Á hr. Sieverz
mjög myndarlega fjölskyldu. Einn sonur hans er við nám við
háskólann í Seattle. Annar er augnalæknir, og svo yngri synir
við nám í Victoria.
Ekki má eg svo minnast á dvölina i Victoria, að eg ekki