Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1922, Síða 15

Sameiningin - 01.07.1922, Síða 15
207 geti um viötökur, er eg fékk hjá prestshjónum lúterskum, Ray Kibber og konu hans. Þjónar hann söfnuSi, er tilheyrir Ohio i sýnódunni. Hann kom á guðsþjónustu þá, er eg flutti, tók mig heim meö sér, og slepti mér ekki fyf en eg fór alfarinn úr borg- inni. Hefi eg aldrei fengið hlýrri viðtökur hjá al-ókunnugu » fólki. Á hverju stendur? I barnalærdómi Helga Hálfdánarsonar standa þessi orð: “Guð ber vitni um sjálfan sig, eigi að eins hiö ytra i náttúrunni og stjórn sinn, á högum mannanna, heldur og hið innra i sálum vorum, sér í lagi í samvizkunni, sem gefur öllum mönnum vís- bending um Guðs vilja........Ljósasta og fullkomnasta þekk- ing á Guði og hans vilja fáum vér af hans opinberaða orði, er heitir biblía eða heilög ritning. En spádómarnir og kraftaverk- in sanna það, að lærdómar bibliunnar eru sannir og guðdóm- legir, og hið sama sýna þes'sir lærdómar sjálfir með hinum öflugu og blessunarríku áhrifum sínum á mannleg hjötu, þar sem þeim er réttileg viðtaka veitt.” Hvað þarf að gera, til þess að þessir lærdómar geti þrosk- ast og borið ríkulegan ávöxt? Séra Ólafur Ólafsson svarar þessu x bók sinni “Poreldrar og börn”: “Hinn andlegi þroski mannsins er háður hinu sama lög- máli, sem þroski líkamans. Vér þekkjum öll hina þrjá hæfileika: vit, tilfinningar og vilja. Milli þessara hæfileika á að vera samvinna og jöfnuður, enginn má bera annan ofurliða, enginn að vera á hakanum. Vitið á að stjórna tilfinningunum, en til- finningarnar að leiðbeina vitinu, en viljinn að vera samstiltur rödd vits og tilfinninga. Maður sá, er einungis fer eftir röddu vitsins, getur komist á afvegu, .. .. Vitmaðurinn er eins og standmynd úr járni steypt. Hann er kaldur, harður og fastur á fótum, sem jarðfastur steinn. .... Fyrir því eiga tilfinning- arnar að verma vitið, en vitið að leiða tilfinninguna.” Robert Keable segir í bók sinni, The Loneliness of Christ: “Sérhver kenning um andleg efni þarf að vera numin, ekki að eins með höfðinu, heldur þarf líka hjartað að gera sér ljósa grein fyrir því. .... Leiðin að því takmarki er ætíð sú sama: Fyrst þarf róleg yfirvegun með aðstoð skilningsins að leitast við að komast eins langt og komist verður. Þá þarf hjartað að taka við með frekari íhugun og bæninni, sem styrkir hina

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.