Sameiningin - 01.07.1922, Blaðsíða 22
214
fThe voting cattle). Nú er svo komiö, aö menn af þessum
þjóðernum skipa hvert tignarsætiö á fætur ööru og hefir svo
veriö all-langa tíö. EitthvaS er þetta einnig aS lagast hjá oss.
Námsfólk vort hefir viS og viS hlotiö lof fyrir góöa frammi-
stöSu viS æ'Sri skóla. ViS þaS ber aS kannast og þakka einnig,
þakka námsfólkinu, er veriS hefir sjálfu sér og oss öllum þann-
ig til sóma. Og þá ekki aS gleyma, aS þakka þeim sem allar
gjafir gefur, en muna þó um leiS dæmi faríseans til for.na, er
um skör fram var örlátur á hrósiS um sjálfan sig. — Hitti er
líka nokkuS aö fara í.vöxt, aö íslendingum sé trúaS fyrir viröu-
legum embættum, bæSi í þjónustu hins opinbera og viS góS-
frægar mentastofnanir. Hafa landar vorir, i þessum vanda-
sömu stööum, yfirleitt getiö sér góSan oröstír. Eru þeir, um
leiö og þeir eru sjálfum sér þarnaj til sóma, aö einhverju leyti
aö gera oss ofurlítiö vinsæla.
Lakast hefir mér stundum þótt, aö veröa var óvinsælda
nokkurra eSa óhugs í vorn garS, hjá þeim enskumælandi mönn-
um, er sæmdarmenn geta talist og eru einlægir kristnir menn.
Þeir menn fara venjulega varlega meS dóma, en óhugurinn
komist inn hjá þeim, af þvi þeir höfSu heyrt einn landa eSa
fleiri fara meö ljótan munnsöfnuS, eSa þá fleipra meS einhverja
heimskulega og gapalega afneitun. “Eru margir íslendingar
svona?” spyrja þessir menn. Og þegar maSur svo neitar þessu,
eSa gerir sem minst úr ósómamun aS hægt er, þá er svariS
venjulega eitthvaS á þessa leiS: “Jæja, þaS gleSur mig aS
heyra, aö þessi leiöinlegu dæmi heyra fremur til undantekninga
hjá ykkur, en aS þau séu þaS, er alment gerist.” B'ellur taliS um
þetta efni þar meS niSur. En maöur situr eftir meS óánægju
og sársauka yfir öllu saman. Gefur þetta manni bending um,
hve vel og sómasamlega oss öllum ber aS haga oss frammi
fyrir almenningi þeirra þjóöa, er vér búum hjá, því af fram-
koimu hinna fáu, þó þaS sé engan veginn rétt, veröa hinir
mörgu dæmdir.
II. Vinsœldir kirkjufélagsins.
Stærsta og helzta félag vort hér vestra er kirkjufélagiS.
Mest og dýrmætast málefni allra félaga hefir þaS meö hönd-
um. Lengi hafa þó vinsældir þess veriS fremur af skornum
skamti. Margar raunir hefir þaö orSiS í gegn um aS fara, mik-
illi mótstöSu stundum orSiö aS mæta. Er þetta svo vel kunnugt,
aS á þaS þarf naumast aö minna.
Ættum vér þá aö vera niöurbeygöir yfir þvi, aS ekki hefir