Sameiningin - 01.07.1922, Page 24
216
sem boSs'kapurinn hvílir á. ÞaS böl er svo stórt, aS allar óvin-
sældir verSa sem ekkert hjá því.
Annars er þaö algeng regla og hefir æfinlega veriS, aö því
betur sem lifandi kristindómur hefir veriö boöaöur, þvi meiri
mótspyrnu og ákveönari hefir hann mætt. Hefir mótspyrna sú
stundum veríö uatn aö, en stundum innan kirkjunnar sjálfrar.
Öllum er kunnugt um Savónaróla, Jóhann Húss, Martein Lúter,
John Bunyan, þá Wesley bræöur, William Booth o. f 1., að maö-
ur nú ekki minnist á píslarvottana i kristninni í fornöld. Sam-
timismaöur þeirra Wesley bræðra og samkverkamaöur um eitt
skeið, var George Whitefield, nafntogaöur prédikari og ræðu-
skörungur, f. 17x4, eða réttum hundrað árum eftir Hallgrím
Pétursson. Ferðaöist hann sjö sinnum til Bandarikjanna í
vakninga erindum og andaöist hér í landi í sjöundu ferðinni
1770. Prédikaði hann oft úti undir beru lofti fyrir tugum þús-
unda í senn. Uröu óvinir kristindómsins þá stundum svo æstir,
að þeir köstuðu aö honum steinum, spítukubbum, úldnum eggj-
um og jafnvel dauöum kattaskrokkum. Gaf Whitefeld sig ekki
neitt aö þessu og sakaði hann aldrei. Eitt sinn var það, er
Whitefield hafði nýlega prédikað þannig í borg einni, aö nokkr-
ir ungir menn tóku sér fyrir bendur, aö gera hann hlægilegan.
Tóku þeir sér biblíu í hönd, fengu sér lánaðan bjórkagga hjá
kunningjum sinum í drykkjustofu nokkurri, settu kaggann út á
götu, stigu upp á hann, opnuðu biblíuna og lásu kafla úr henni
þar sem hún opnaðist og stældu málróm og tilburði White-
fields. Einn eftir annan stigu þeir upp á kaggan, hermdu eftir
Whitefield og þótti vel takast; götuskríllinn klappaði lof í löfa,
þótti lastið veröskuldað og skemtanin góð. Þegar röðin kom að
ungum manni, er Thornton hét, sté hann upp á kaggann eins og
hinir og opnaði biblíuna þar sem hún vildi opnast. Það fyrsta,
sem mætti auga hans, voru þessi orð Meistarans hjá Lúk. í 13.
kapitula: “Nema þér bætið ráð yðar, munuð þér allir eins
fyrirfarast.” 1 sama bili var sem hinn ungi maður væri undir-
lagður af einhverju undarlegu, ómótstæðilegu afli. Gat hann
ekki orði upp komið og varð að hætta við að bera fram guð-
löstunarorðin, sem hann ætlaði að láta út úr sér. Sté hann
niður af kagganum, sagði félögum sínum, að hann gæti ekki
haldið áfram og labbaði sneyptur og óttasleginn í burtu, en fé-
lagar hans sumir hrópuðu háðsorð á eftir honum. Síðar varð
Thornton þessi prestur og nafnkunnur prédikarí. En aftur-
hvarfstimamótin í lífi hans voru þarna, er hann í þessum illa
félagsskap fékk hina sterku áminningu úr Guðs orði.