Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1922, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.07.1922, Blaðsíða 26
218 náS GuSs i Jesú Kristi, er eins vinsæll, ef ekki vinsælli, en sá boSskapur, sem er þetta í raun og veru. Eitt, sem mjög er einkennilegt í þjóölífi voru hér vestra, er þaS, hve gifurlegu hóli er hlaSið á látna menn, er veriö hafa einhvers konar vantrúar leiðtogar. AS þeirra sé getiS aS góöu, ef þeir hafa veriö vænir menn, eins og sumir þeirra 'hafa veriö, er ekki nema sjálfsagt. En þaö eitt nægir ekki. Hóliö fer út fyrir öll venjuleg takmörk. Fyrir allmörgum árum dó hér einn slíkur vantrúarfrömuöur. ) Var hans þá minst meö svo miklu lofi, aö e'kki var annaö skiljanlegt, en aö vér heföum þá mist vorn allra mesta mann, er vér hefðuml nokkUrn tíma átt hér vestra. Svo nokkrum árum seinna dó annar slíkur leiðtogi. Þá dó vor mesti maöur. Svo dó hinn þriöji. Og enn var þaö mesti maöurinn, sem dó. Svo dó hinn fjórði og hinn fimti. Og í blæði þau skifti höföum vér mist vorn mesta og ágætasta mann. Er ásigkomulagiö svo hjá oss nú og hefir veríð lengi, að í hvert sinn sem einhver vantrúarleiötoginn hefir veriö burt- kallaður, þá hefir snjóaö niöur þvílíkri skæöadrífu af óhemju lofi í bundnu óg óbundnu máli, að firnum hefir sætt. Svona afar-vinsælir höföu menn þessir verið. Þegar afvopnunarþingiö, er svo hefir nefnt verið, sat í Washington, ekki fyrir löngu, og haföi því nær eöa alveg lokiö störfum sinum, var i íslenzku blaöi einu minst lofsamlega á þátttöku Bandaríkjanna' i því þingi. Var i sambandi viö um- mæli þau minst á tvo mestu ágætismenn þjóðarinnar, þá Wash- ington og Eincoln. En meö þeim voru taldir fjórir aðrir, tveir einhverjir fremur mætir menn, en hinir tveir, er fáum hefði dottið í hug að nefna, voru þeir Tom Paine og Robert G. Ing- ersoll. Raunar var Tom Paine ekkí Bandaríkjámaöur, heldiir Englendingur. Kom ekki til Bandaríkjanna fyrri en hann var hátt á fertugs aldri. Liklegast þó. 'aö í gegn um borgararétt- indi hans megi fóöra það, aö kalla hann Bandaríkjamann. En hví eru menn þessir settir á bekk meö öörum eins afbragös- mínnum eins og Washington og Lincoln? Það eina, sem þeir Paine og Ingersoll eru nafnfrægir fyrir, er það, aö þeir voru báöir svæsnir afneitunarmenn og rammir kristindcms óvinir. Er næsta undarlegt, aö menn þessir skuli njóta svo mikilla vin- sælda hjá nokkrum mönnurn, eöa nokkrum blööum, aö þeir eru svo aö segja teknir í dýrlingatölu. Er auðsætt, aö þar sem svo er ástatt, fær boðun lifandi kristindóms Jitla eöa enga á- heyrn. Lengi hefir sú aðferð veriö notuð af mótstöðumönnum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.