Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1922, Side 3

Sameiningin - 01.11.1922, Side 3
323 Lesið i þessu sambandi prédikun hans í “Guðspjallamáli” á annan sunnudag í langaföstu, um sársauka mannlegs lífs, og þó fremur öllu öðru, ræðuna á tíunda sunnudag eftir trínitatis: Jesús grátandi. Eg ætla að hafa yfir stuttan kafla úr ræöunni síSarnefndu: “En þau ftárin) eiga aS geta oröið aö lieilögum tárum, eSa meS'öörum orðum: eiga aS geta fengið yfir sig blessan heilags anda. eiga að verða að kristilegum iSrunartárum og trúartárum. Og um leið og þau eru orðin það, hættir að svíða undan þeim; þau veröa mjúk tár og mild tár, inndælar uppsprettulindir til eilífs lífs. Og það er vilji Guðs, vinir mínir! að þess eðlis verði öll yðar tár. í Jesú nafni eiga allra manna tár1 að verða þanig og geta orðið það.” “*Allir>, sem vita sig eiga eitthvert grátsefni, og fást til þess að helga honum, hinum heilaga og kærleiksfulla Jesú það, þeir skulu frelsast frá því. í>að skal annaðhvort verða frá þeim tekið algjör- lega, ellegar það skal ummyndast svo fyrir þeirra sálarsjón, að það verði þeim eins og nýtt náðarmeðal til þess, að herða á þeim burt frá svndinni og dauðanum til Guðs og hins eilífa lífs. Og þegar tárin, sarnt sem áður, gjöra vart við sig, við og við — út af endur- minningunni um liðnar tíðir myrkurs og mótlætis, þá skulu það ekki lengur vera beisk og huggunarlaus kvalatár, heldur mild friðartár, huggandi kristileg vonartár” “—Góðir vinir! Leitið allir á hans fjesú) fund, þegar þér minnist þess, að þér eigið eitthvert verulegt grátsefni i eigu yðar, hvort sem það eru syndir yðar, eða eitthvert mótlæti annað, sem grátsefnið er fólgið í; og veriö þess fullvissir, að hann,, sam- kvæmt margendurteknu heitorði sínu, veitir yður huggun og frið. — Þegar Jesús grætur á isinum heiðursdegi yfir Jerúsalem, þá þýðir það, að hann vill vera frelsari allra, að allir geta fyrir hann sloppið frá sínu nresta grátsefni. Hann vill gráta hvert einsta mannsbarn úr helju.” Það er óteljandi margt í fari og kenningum leiðtogans þess, er vér nú minnumst, sem aldrei má gleymast. í þetta sinn vildi eg hafa mint yður á þetta sérstaka einkenni, — mint yður á hjartað hans heita og trúna hans sterku, eins og hvort- tveggja lýsti sér í mæðu og mótlæti lífsins. Mint yður á það, live kröftugt var trúarorðið,' sem Jtann flutti oss, og máttugt til að dreifa myrkrunum. Mint yður á það, hversu hann tók sorg- ina upp á arrna trúarinnar og bar hana þangað, sem náðarsól Guðs fékk skinið á hana og ummyndað hana og gert úr henni sanna sælu. Mint yður á það, að hann kendi oss það, að fara með öll tárin vor til Jesú Krists, og biðja hann að þerra þau, eða heiga þau, með því, að blása á þau heilögum anda.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.