Sameiningin - 01.11.1922, Side 12
332
heima hjá sér og í gestaboðum, og láta koma í stað þess sums,
sem skemtanafýsninni nú er svalaS meS hvaS helzt.
Tvær sögur, eftir Jack London: Æfintýri og Síðasta ráðið.
Höfundurinn er alkunnur. Sögurnar í íslenzku þýSingunum
höfum vér ekki nent aS lesa og kunnum því ekki um aS dæma.
Handbók fyrir hvern mann. — Samtýningur af margskon-
ar fróSleik, sem oft getur aS góSu haldi komiS.
Gullstokkurinn, smásögur fyrir unglinga, safnaS af Kvel-
dúlfi. — GóSar sögur fyrir lítil börn.
Allar þessar bækur munu fáanlegar í bókaverzlununum ís-
lenzku hér vestra. Og gefst þeim mönnum færi aS lesa, sem
enn þá eru ekki upp úr því vaxnir aS líta í íslenzka bók.
B. B. J.
-------0-------
Vísindaleg góðfýsi.
MentamaSur einn í Bandaríkjunum spáir því, aS innan
skamms verSi fariS aS kenna mönnum aS vera góSir á vísinda-
legan hátt, eins og hverja aSra námsgrein. Hann gerir sér
miklar vonir um, aS af þessu verSi hinn glæsilegasti árangur.
Hefir þetta vakiS bergmál í íslenzku blaSi hér vestra- og virSist
þar einnig koma fram sá skilningur, aS þarna muni loksins ráS-
in sú gáta, hvernig eigi aS gera mennina góSa, ef blessaSir prest-
arnir verSa nú ekki aS þvælast fyrir þvi, aS þessi framför kom-
ist á.
ÞaS er beinlínis tekiS fram af þeim, sem á þessa tillögu, aS
þessi vísindalega kensla eigi aS koma í staS siSfræSakenslu, sem
hvílir á grundvelli guSlegrar opinberunar. Honum finst þaS
fullreynt, aS siSfræSakensla kristindómsins ekki dugi. ÞaS
þurfi annaS meira til, en aS grundvalla siSferSiS á kenningu
kristindómsins um endurgjald og hegningu, en þaS finst honum
þær einu hvatir, er kristindómurinn glæSi hjá mönnum til siS-
ferSisbetrunar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, aS uppástunga um umbætur á
kristindóminum kemur frá einhverjum, sem auSsjáanlega ekki
þekkir stafróf kristindómsins. Vegna þess, aS kristindómur-
inn boSar þaS, aS blessun leiSi af því, þessa heims og annars,