Sameiningin - 01.11.1922, Qupperneq 26
346
baöað sig í rósum og komist hjá óþægindum og áreynslu. En
Jesús lagöi hart á sig; var i sífeldum ferðalögum fótgangandi;
átti aö síðustu hvergi heima ('Lúk. 9, 58) ; fyrirleit allan munað og
hóglífi ('sjá Lúk. 7, 24. 25); hafði oft ekki frið til máltíða, fyrir á-
troðningi fólksins (sjá Mark. 3, 20). Og annríkið var honum líf
og styrkur ("Jóh. 4, 31—34), en ekki umkvörtunarefni.
Veiklunin leitar sér skýlis í öllum veðrum inni undir þaki; hún
þolir hvorki sól eða regn eða svalan vindblæ. En Jesús undi sér
þest undir himinhvelfingunni. Hann leitaði næðis og hressingar
úti á eyðistöðum (sjá Mark. 1, 35; 6, 31); ræður hans voru fleiri
fluttar úti en inni, og sama gildir um æfiatriðin: skírnina, freisting-
una, köllun lærisveina, postulavalið, dýrlegnstu kraftaverkin, sálar-
baráttuna síðustu, krossdauðann og uppstigninguna. Það átti vel
við, að hann hvorki fæddist né dó í mannahúsum. Náttúrudýrðin
óspilt, — eins og Guð sjálfur gekk frá henni, var eina heimilið, sem
honum hæfði. H.undraðshöfðinginn hafði rétt fyrir sér ('Matt. 8, 8).
Það er óheilbrigt að dekra við sorgina eða dapurleikann. eins
og sumir gjöra ('sbr. Matt. 6, 16). Frelsarinn var að sönnu harm-
kvælamaður og kunnugur þjáningum fjes. 53), fyrir okkar skuld.
En hann amaðist aldrei við gleðinni, væri hún hrein og saklaus;
fagnaði með fagnendum af öllu hjarta ('Jóh. 2, 1—12; 12, 1—8;
Matt. 11, 19; sbr. Róm. 12, 15).
Alt sem óheilt er, er gagnstætt sönnum manndómi, jafnvel þótt
ekki sé nema smávægileg tilgjörð eða tepurskapur. Og ekkert var
fjarlægara lunderni Krists, heldur en óheilindin. Svik voru ekki fund-
in í hans munni (1. Pét. 2, 22). Það er hressandi sannleikshreim-
ur í öllum hans orðum; lífið er kenning i fullu samræmi. Engan
löst átaldi hann eins oft, eða með jafn sterkum orðum, eins og
hræsnina.
Manndómur okkar er lítilsvirði, ef við höfum ekki þrek, til að
berjast á móti því, sem ilt er. KristUr sigraði hverja freisting, og
hann gekk í berhögg við alt ranglæti, jafnvel þótt hann vissi þeg-
að frá byrjun, að baráttan mundi kosta sig lífið ('sjá lexíutextann; og
19—22. v.).
Ómannlegt hefir það ætíð þótt, að leggjast á lítilmagnann; og
þó er það algengt, að menn taka hart á syndum smælingjana, eða
mannsins, sem heimurinn fyrirlítur, en sjá í gegnum fingur við ó-
sómann í fari ríkismanna og höfðingja. En Jesús tók að sér oln-
bogabörn heimsins. Hann var mildur jafnvel við stórsyndara, ef
þeir voru sorgmæddir og iðruðust (sjá Lúk. 7, 36—50; Jóh. 8, 1—11;
Lúk. 15, 1—7); en þegar hann mætti hrokafullri þverúð og hræsni,
þá lýsti hann reiði Guðs yfir öllu slíku, afdráttarlaust, jafnvel þótt
sjálfir leiðtogarnir ætti í hlut ýsjá Matt. 23). Guð stendur gegn
dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð (Jak. 4, 6). Það sann-
ast á Jesú Kristi.
Sumir segja, að krisinn maður megi aldrei beita hörðu, eða