Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1922, Síða 17

Sameiningin - 01.11.1922, Síða 17
337 bók. Allar voru skýrslurnar skýrSar, en sökum tímaleysis. voru sumar þeirra ekki nerna að nokkru leyti lesnar í heyranda hljóSi. Margar ræöur, þrungnar af eldi áhugans, voru fluttar í sambandi viS skýrslurnar. Oft var hvert mál fyrir sig boriS fram meS svo miklu kappi mælskunnar, aS í svip fanst manni, aS ekkert mál annaS gæti haft eins brýnt erindi til vor eins og þaS. Þessir rnenn voru ekki aS leika sér. ÞaS var hin starf- andi kirkja, sem þarna birtist. MeS samvizkusemi var unniS aS velferSarmálum hennar frá rnorgni til kvölds, þinginu stjórn- aS af hinn frábærustu snild, og meS tímann fariS oftast nær aSdáanlega. Dæmi eitt vil eg nefna, sem sýnir þann anda, sem í þing- inu ríkt. Félag eitt í sambandinu, Maryland Sýnódan, hafSi boriS fram all-ítarlega umkvörtun um þaS, aS stjórn sambands- ins væri aS taka í hendur sínar of mikiS vald. Þetta mál var faliS öflugri nefnd, og lá fyrir þessu þingi itarleg skýrsla frá henni. MeS mjög mikilli nákvæmni hafSi hún athugaS öll at- riSin, og var mergurinn málsins sá, aS ákæran væri ekki rétt- mæt. Þegar þetta mál hafSi veriS'fyllilega skýrt fyrir þinginu, stóS upp erindreki Maryland kirkjufélagsins, þakkaSi nefndinni fyrir, hve samvizkusamlega og nærgætnislega nefndin hefði farið meS máliS, og stakk upp á, aS tillögur hennar væru samþyktar, og var þaS gjört í einu hljóSi; enda hygg eg, aS andi einingar og kristilegs áhuga í starfi GuSs-ríkis hafi einkent þetta þing. Forseti kirkjufélagsins, dr. Knubel, var þvi miSur veikur í þingbyrjun, en kom þegar á leið, en þinginu var stýrt af ein- um varaforsetanum, dr. B.urgess, líka samkvæmt ósk dr. Knu- bels, sem ekki var búinn að ná sér eftir veikindin, eftir aS for- setinn kom. Þegar til kosninga kom, var hann endurkosinn í einu hljóSi, og ávarpaSi hann þingiS rneS snild einlægninnar og afburðamannsins. ViStökurnar, sem eg fékk, gátu ekki veriS betri. Á vagn- stöSinni í Buffalo mætti mér landi vor, dr. Stefán Paulsoi'., prestur einnar stóru lútersku kirkjunnar í New York-borg, og hafSi hann gjört sérstaka ferS til aS mæta mér, því hann var ekki þingmaSur. Var hann meS mér í tvo daga og sýndi mér alúS og hjálpsemi í hvívetna. Hvar sem eg kom og hvern sem eg hitti var alstaSar hlýleikur. B.róSerniS og gæSin, sem eg naut þar, verSa mér ógleymanleg. Gamlir og nýir vinir lögSu sig fram til aS vera mér góSir, og ávalt kom fram hlýleikur gagnvart kirkjufélagi voru. Mér var gefiS tækifæri til aS ávarpa þingiS fyrsta daginn,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.