Sameiningin - 01.08.1916, Side 7
167
lyftir honum upp í veldi eilífra hluta. Maðurinn er fyrir
trúna borgari og heimamaður í öðrum og æðri heimi. Trú-
in brýtur niður vegamerkin milli hins sýnilega og ósýni-
lega, hins tímanlega og eilífa. Hún gerir lífið hér að helgi-
dómi Guðs. — Jóhannes postuli skoðaði trúna sem dýrlegt
sálar-ástand, þar sem guðlega lífið fær að frjóvga líf
mannsins og framleiða ávexti andans, hinar fögru dygðir
kristilegrar breytni. pó höfundar nýja testamentis rit-
anna líti á trúna einatt hver frá sínu sjónarmiði, lýsa þeir
allir í rauninni trúnni eins: lifandi trausti til Guðs, sem
gefið er fyrir kraft Jesú Krists og hans heilaga anda og í
staðinn flytur manni undramátt og unaðssælu frá Jesú.
En það, sem mestu varðar, er um eðli trúarinnar ræð-
ir, er álit sjálfs Drottins Jesú Krists. Um afl trúarinnar
segir hann: “Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, þá
munuð þér segjá við þetta fjall: flyt þig þaðan og hingað!
og það mun flytja sig, og ekkert mun vera yður um megn”
(Matt. 17, 20). Sú trú, semj því orkar, sem hér er gefið í
skyn, er vitanlega ekki sú trú, sem einungis er sú skoðun
manns, að eitthvað sé satt, né það ástand hugarins, sem
margir álíta að sé trú, það ástand, að maður trúir því að
hann sé trúaður. Hér er átt við miklu meira. pessi trú
er takmarkalaust traust á almáttugu afli, sem er einnig
óþrjótandi kærleikur. Hún er í því fólgin, að vér brjót-
umst út úr þrengslum sjálfra vor, út fyrir takmörk van-
máttar vors, svo vér komumst út á svið þess stóra lífs, þar
sem almættis-öflin eru og fáuni þau í þjónustu vora, verð-
andi sjálfir samverkamenn Guðs.
Kristur er sjálfur lifandi mynd trúarinnar, að því er
snertir mannlegt líf hans hér á jörðu. Hann var hér í
heimi í fullkominni mannsmynd. Sem maður er hann
fullkominn trúmaður. par sér maður mann, eins og
hann væri, ef hann væri alger í trúnni. Kristur hafði það
t r a u s t til Guðs, sem ekkert fékk raskað, svo hann efaði
aldrei, hikaði aldrei, hræddist aldrei, þekti engin takmörk
máttar síns. pess vegna gat hann auðveldlega flutt fjöll-
ín, gat lyft byrðum sjúkdómanna af bræðrum sínum með
því að blása þeim í brjóst t r ú, sem var sá andlegi miðill,
sem lækniskraft Drottins flutti sjúklingunum. pess vegna
gat hann jafnskjótt og honum hafði verið útskúfað í Naza-
ret, sent út lærisveina sína um öll héruð til að kunngera, að
nú væri nálægt ríki hins góða lífs. ]?ess vegna gat hann
sveigt sögu mannkynsins undir vilja sinn, sópað burt æfa-
gömlu skiplagi mannfélagsins og boðað þá trú, sem allan
heiminn hertekur. Og þess vegna var hann bjartsýnn
maður, svo hvarvetna blasti við augum hans fegurð og