Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1916, Síða 30

Sameiningin - 01.08.1916, Síða 30
190 “Hann er dáinn,” sag'Si læknirinn þegar hann leit á Denby. “Eg hefi veriS hræddur um það síðastliðið hálft ár, að svona myndi fara. Varst þú hér hjá honum, þegar þetta kom fyrir?” “Já,” sagöi Dan, “eg sat hjá honum og var að skrafa viS hann; og hann var einmitt aS hafa orS á því, aS þetta væri dauflegt líf fyrir gamlan mann.” “ÞaS sagSi hann satt,” svaraSi læknirinn. “Eg hefi fyrir löngu sagt honum, aS hann ætti aS hafa einhverja aSra hjá sér en vinnu- fólkiS. íEn hann átti enga nákomna ættingja á lífi nema dótturson, sem nú er á háskólanum.” Þegar Dan kom heim seint um kveldiS, var hann eins og utan v’iS sig; svo hafSi þetta óvænta atvik fengiS á hann. Hann sagði kon- unni sinni frá því að Denby væri dáinn og hvernig þaS hefSi atvik- ast; en hann gat ekkert um erindiS, sem hann hafSi átt viS hann. “Á morgun verð eg að komast aS því, hver er umsjónarmaöur dánarbúsins,” sagði hann viS sjálfan sig. Daginn eftir, þegar hann kom í skrifstofuna, lá þar fyrir honum 100 dollara reikningur, sem borga þurfti fyrri part næstu v'iku. Dan stundi þungan, því hann vissi af fleiri reikningum, sem gátu komiö þá og þegar, og hann átti ekkert til þess að borga þá með. Þetta var laugardagur. VeSriS var úrkomulegt,, og Dan kom snemma heim og afréS aS fara ekkert út um kveldiS. ÞaS lá illa á honum. Konuna hans hafði langaö til aS bjóSa foreldrum sinum og nokkrum öSrum til miðdegisverSar á sunnudaginn. En honum fanst hann ekki geta orSið við þeirri ósk hennar. HvaS átti hann með þaS, skuldum vafinn, aS vera að halda vinum sínum veizlur?” En bíðum viS; hann haföi enn peningana hans Denbys í vasanum! Hann Var nærri því búinn að gleyma þeim Og hvers vegna átti hann aö vera að flýta sín svo mikið að skila þeim? Denb}' hafði sjálfur sagt hon- um, að hann hefði ekki heimtað þá af honum, ef hann hefði ekki þurft á þeim aS halda; og nú þurfti hann áreiöanlega ekki á þeim aö halda lengur. Þegar á leiS kveldið, var hann nærri því búinn aS sannfæra sjálfan sig um það, að það væri engum til baga, þó að hann héldi peningunum eitt ár enn og borgaöi vexti af þeim eins og áSur. Og sannarlega kæmu þeir nú í góðar þarfir. Hann var aS ganga um gólf og hugsa um þetta. En í ruggustóli hjá arninum sat konan hans og var aS hátta litla Bob, eftirlætið þeirra. Og sv'o fóru þau aS lesa kveldbænirnar saman, móSirin og drengurinn litli. Alt í einu leit Bob upp og sagði við mömmu sína: “Hvað er það, mamma: Eigi leiS þú oss í freistni” ? Þau voru komin þangaS í FaSir-vorinu. “ÞaS þýðir, aS láta okkur ekki vera vond,” svaraSi móSir hans blíðlega.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.