Sameiningin - 01.08.1916, Síða 3
16;
bragSi ekki veitir eftirtekt. Eftir þeim þræði fer hið nær
því almáttuga rafmagn, sem nærri því allir menn nota, en
enginn veit hvað er. Upp á rafþrunginn þráð þennan
liggur festi, og er vagninn á að hreyfa, er með þar til
gerðu áhaldi gripið um þráðinn, sem uppi yfir er, og vagn-
inum er gefinn sá sterki kraftur, sem eftir þræðinum fer,
og vagninn fer ferða smna og stdðvast ekki nema slept sé
taki á þræðinum, sem uppi yfir er, og vagninn sé slitinn úr
tengslum við aflið að ofan.
Og þar hefi eg þá fyrir augum alsanna mynd af þvír
sem hugur minn og h.jarta er að fást við. Á sama hátt er
farið því afli, sem öllu afli er sterkast í heimi, hreyfiaflinu
að ofan, afli hins guðlega almættis. pað afl er ekki síður
ætlað oss mönnunum en rafaflið, og höndla má það ekki
síður. En höndin, sem um aflið tekur og tileinkar sér það,
er t r ú i n. Trúin er almættið guðlega höndlað og hag-
nýtt. pess vegna er það sannnefnt sigurafl. Og þess
vegna er krossinn, merki trúarinnar, það merki sem vér
sigrum með.
pað er að sjá sem margir menn álíti þetta afl óháð
heiminum, eða utan við hann, og um það eigi að eins að tala,
en að nota það til verklegra framkvæmda sé skáldskapur
tómur. Og þó kennir það öll mannkynssagan, að flest það
stóra, sem framkvæmt hefir verið á þessari jörð, hefir
unnið verið með krafti trúarinnar. Jafnvel úti á torgum
og á starfsviðum umsýslumannanna, sem mestir afkasta-
menn hafa verið, heyrist sá vitnisburður, að trúin sé sig-
uraflið mesta. Rúmum mánuði áður en hann andaðist var
eg þar áheyrandi, er einhver mesti fjármálafrömuður
Bandaríkjanna sagði það við nokkra menn, er komið höfðu
til máls við hann á skrifstofu hans, að trúin, eða kristin-
dómurinn, eins og hann komst að orði, væri meginstoð
mannfélagsins og kenningar Krists einustu varnai'virki
þjóðarinnar. Honum var það engin launung, að trúin
h'afði verið siguraflið í lífi hans. Maður þessi var James
J. Hill, járnbrauta-kóngurinn mikli, sem nú er ný-látinn.
Ekki veit eg hvort við á að segja, að trúin hafi bygt járn-
brautirnar hans. En eg hefi fyrir mér orð annars manns,
er öllum mönnum er meiri og mestan sigur hefir unnið og
mestu afkastað af öllum þeim, sem stigið hafa fæti á þessa
jörð, að trúin f lyt j i f j ö 11. Og það fullyrti Kristur,
að enda þótt trúin væri lítil eins og mustarðs-korn, þá
mætti þó í krafti hennar skipa fjöllunum að flytja sig og
þau yrðu að hlýða.
Feginn vildi eg vera því vaxinn, að lýsa nokkuð ná-
kvæmlega þessu dularfulla og dýrðlega afli, ef það mætti
verða oss til þess að nota það meir.