Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1916, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.08.1916, Blaðsíða 24
184 RADDIR FRÁ ALMENNINGI Beild þessa annast séra G. Guttownsson. “Rödd” frá manni í Saskatchewan. 'Þegar eg var unglingur heima á íslandi, he}'rSi eg stundum talað um GySinginn gangandi. Eg vildi vita, hvernig á þeim manni stæSi og hv’í hann væri nefndur svo; og var mér einhverju sinni sagt, aö hann væri búinn aö lifa í heími þessum síðán á Krists dögum, og væri á sífeldu flakki um öll heimsins lönd, og heföi jafnvel einu sinni komiö til íslands. Eftir því, sem eg komst næst, trúðu sumir því, aö hann ætti aö fara um öll lönd í heiminum og veröa á ferli þar til Kristur kæmi aftur til jarðarinnar. Eg heyrði getið um, aö einn nafngreindur íslendingur hefði átt að sjá hann í kirkju á Þýzkalandi og heföi hann verið mjög einkennilegur, snjóhvítur á hár og skegg og ekki vottur fyrir roöa í andliti hans. Og í hvert sinn, er hann heyrði Jesú nafn, hefði hann hrokkiö viö, eins og hann yröi þá fyrir einhverjum sérstökum og átakanlegum sársauka. Eg, sem annar spurull og forvitinn unglingur, vildi fá að v'ita, hví svo væri komið fyrir manni þessum, því mér var meðfædd afar- sterk löngun til að vita helzt alla hluti á himni og jöröu, þótt lítið yröi ágengt í því efni, sem vonlegt var. Það leit svo út, sem fólk vissi ekki alment um hina sönnu ástæðu fyrir því, að þessum sérstaka Gyðingi v’ar svona háttaö, þó það á hinn bóginn tryöi, að hann væri á sífeldu reiki um heiminn; því að fyrst lengi vel gat enginn, sem eg spurði um þetta, gefið mér úrlausn. Svo kyntist eg eitt sinn frá- bærlega fjölfróðum alþýðumanni, og sagði hann mér, á hvern hátt þetta hefði atvikast, aö Gyðingurinn gangandi væri alt af á ferli. Þegar Jesús Kristur var leiddur út úr borginni Jerúsalem til aftöku- staðarins, með krosstréö á herðum sér, þá hefði hann verið svo þreytt- ur og örmagna, aö hann hefði hallað sér upp að húsdyrum einum í borginni, meðfram leið þeirri er hann fór. Hafi þá húsráðandi, er stóð í dyrunum, stjakað við krossberanum. Þá á frelsarinn að hafa litið til hans og sagt við hann: “Þú skalt ganga, en eg skal hvílast.” Svo hafi maður þessi fylgst með út þangað, sem krossfestingin fór fram, en komið brátt heim í hús sitt eirðarlaus og friðlaus og lagt af stað, og alt af verið á ferli síðan. Hv’ort saga þessi er bókstaflega sönn, þótt henni hafi verið trúað, veit eg ekki, og það gerir lítið til. Hitt er bókstaflega satt, að Gyðingar hafa tvístrast og hrakist um öll heimsins lönd, og til íslands hafa þeir einnig komið. Og það getur varla dulist nokkrum manni, að hrakningar þeir allir og hörmungar, sem yfir Gyðingaþjóðina hafa dunið síðan á dögum Krists, sé ægileg- ur en þó réttlátur refsidómur Drottins, og næsta undrunarvert er það, að Gyðingar skuli þó enn í dag vera til sem sérstök þjóð—og ef það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.