Sameiningin - 01.08.1916, Side 5
165
að véfengja það. Sú skoðun, að “skoðun” og “trú” sé
eitt og hið sama, er svo rótgróin í huga almennings, að það
má virðast viðurhlutamikið, að leitast við að aðgreina það
tvent. Og þó þarf að aðgreina 'það, því það er sitt hvað.
Fyrir orðið t r ú mætti ef til vill setja orðið “traust” eða
“tiltrú”, en fyrir trú í merkingunni s k o ð u n, “samþykt”.
pað sem vér viljum slá varnagla fyrir er það, að t r ú i n sé
s ko ð u ð sem skynsemis-atriði einvörðungu.
pegar menn tala um trú, hvort heldur trúmenn eða
vantrúarmenn, er það, því miður, oftast frá því sjónarmiði,
hvort trúað (álitið) sé með skynseminni, að þessi eða önn-
ur hlutræn kenninga-kerfi sé sönn. pað er einhver háska-
legasta villan, sem komist hefir að hjá mönnum, sú ímynd-
un, að til þess að maður geti notið hinna endurleysandi og
helgandi áhrifa trúarinnar, þurfi skynsemin fyrst að vita,
skilja og samþykkja margvíslega lærdóma og margbrotnar
kenningar. pað verður ekki of-oft sagt, að maður getur
trúað (samsint) öllum greinum allra trúarjátninga, getur
verið sannfærður um sannveruleik alls þess, sem heilög
ritning kennir, og samt verið trúlaus í þeirri merkingu, sem
í nýja testamentinu er lögð í trú. “Djöflarnir trúa og skelf-
ast,” stendur þar. Trú þeirra hefir ekkert siðferðilegt afl
í sér, engan kraft til endurlausnar og helgunar. Hún skap-
ar ótta, en ótti er mótsögn trúar eða trausts. Köld skyn-
semis-skoðun (trú) áorkar engu, hefir engan kraft í sér,
en trú í sannri merkingu ber með sér fúsleik til athafna,
fúsleik til áhættu; hún girnist sælu sjálfsafneitunar og
þjónustu; hún fyllir mann guðmóði til þess að berjast fyrir
áhugamálum þjóðanna og fórna sjálfum sér fyrir góða
menn. Mig minnir, að það sé haft eftir indverskum spek-
ingi, að maðurinn sé það, sem hann setur traust sitt til.
Maðurinn verður það og getur það, sem hann hefir trú á.
Auðvitað er það, að allri sannri trú er skynsemin sam-
verkandi. Fullvissan eða meðvitundin væri blind ástríða
án þess reynt sé að gera sér grein fyrir því, sem fullvissan
eða meðvitundin er um. Með öðrum orðum: trúin verður
að íklæða sig hugsunum, og hugurinn verður sem bezt hann
getur að gera sér grein fyrir andlagi trúarinnar, og mesta
sæla mannssálarinnar hér í heimi er—og hún verður það
sjálfsagt eins í eilífðinni—að flytja að sér þekkingu og
skilning á því, sem trúin vísar á og í trúnni býr.
Sannri trú er er einnig ávalt samfara sterk t i 1 f i n n-
i n g. Trúin leggur tilfinningar hjartans undir sig, en
jafnframt eru það tilfinningarnar, sem trúnni gefa byr
undir vængi. Eins og fuglinn lyftir sér á vængjum sínum
upp yfir torfærur, sem annars væru óyfirstíganlegar, eins
er trúnni með tilfinningunni gefinn kraftur til að fram-